Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

LKL Súkkulaðiterta sem slær alltaf í gegn engin sykur eða hvítt hveiti

Súkkulaðiterta sem slær alltaf í gegn

40 gr kókoshveiti
25 gr möndlumjöl
1/2 tsk Xanthan gum
30 gr kakó
3/4 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/4 tsk lyftiduft
110 gr sukrin gold eða sukrin
3 egg
75 gr kókosolía
160 ml möndlumjólk ósæt
1 msk sítrónusafi
1/2 tsk vanilluduft eða dropar
10 dropar vanillustevía Via Health

Aðferð:

Hitið ofn í 180 gráður.

Blandið þurrefnum saman, þeytið annað hráefni saman með handþeytara eða í hrærivél.
Blandið þurrefnum varlega út í og hellið í eitt hringlaga form og bakið í 20 mín.

Súkkulaðikrem

120 gr smjör ( mjúkt )
40 gr sukrin melis
5 msk kakó
2 msk kókosmjólk eða rjómi
1 tsk vanilludropar
salt á hnífsoddi
10 dropar vanillustevia

1 eggjarauða sem gefur extra gljáa

Þeytið allt saman í mixer eða hrærivél og voða fínt að sprauta því á kökubotninn með Wilton 1M stút sem ég elska út af lífinu 🙂
Æðisleg kaka með rjóma eða ís.

Eins er hægt að skella þessari uppskrift í muffinsform og baka margar litlar súkkulaðisprengjur.

María Krista
María Krista Hreiðarsdóttir : bloggari