Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Magnaður sumar desert ! Aðeins 3 hráefni og 5 mínútur

Þessi æðisegi ávaxta sorbet er silkimjúkur, ferskur, auðveldur og fljótlegur ! Hægt er að bera hann fram með rjóma, kókosrjóma eða einan og sér. Það sem þarf í hann eru einungis 3 hráefni, frosnir ávextir, sykur og eggjahvítur. Hægt er að nota hvaða ávexti sem er, sykrinum er hægt að skipta út fyrir steviu, hunang, agave eða hrásykur, eggjahvítan gerir svo áferðana æðislega ,,fluffy” og mjúka !

Frosin ber og eggjahvíta, Einnig er hægt að nota mangó, banana eða hvaða ávexti sem þið kjósið

Sykurinum er svo hægt að skipta út fyrir hunang, steviu, agave eða hrásykur

Byrjið á því að setja 2 bolla af frosnum ávöxtum í blandara ásamt 2 matskeiðum af sykri eða annari sætu,  ef annað sætuefni er notað er um að gera að setja minna og smakka sig til.

Hrærið í blandaranum þangað til að þetta er orðið að sorbet, bætið þvi næst eggjahvítu saman við. Haldið áfram að hræra í um 2 mínútur.

Einnig er gott að bæta við súkkulaðispnum, vanilludropum, sítronusafa en möguleikarnir eru endalausir !

 

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR 

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n4