Mandarínu kassar- skemmtilegar hugmyndir að endurnýtingu!

VIð rákumst á þessa grein á blogginu hjá Systur og Makar, hér eru nokkrar snilldarhugmyndir hvernig má endurnýta mandarínukassana.

Nú er kominn sá tími árs að það flæðir allt í mandarínum og þeim fylgja mandarínukassarnir dásamlegu!

Það er svo mikil synd að henda þeim þar sem þeir eru vissulega gerðarlegir og alveg óteljandi hugmyndir til um hvað sé hægt að gera úr þeim!

Ég fór í smá leiðangur um pinterest og fann nokkrar heillandi hugmyndir, ég vona að þetta geti nýst einhverjum sniðugum mandarínuborðandi meisturum!

Kikja í kaffi til vinkonu með svona pakka, þarf ekki að vera dýrt en endalaust fallegt!

Hér er búið að mála boxið að utan með krítarmálningu og er þetta hugsað sem bakki fyrir kaffi td.. servéttur, sykur og mjólkurkönnu.

Það er náttúrulega hægt að kríta allskonar annað, td. súkkulaði bakki td með stórum bollum og krukku með swiss miss og aðra með sykurpúðum!

Mandarínuboxi breytt í brauðkörfu..

Fallega máluð box fyrir ávexti eða smádótið á eldhúsbekknum.. þægilegt að stafla þeim svona á borðið!

Kryddkassi, ferskar kryddjurtir, góð ólívuolía, salt ofl.

Kassana er líka auðvelt að nýta til að flokka föndurdótið. Mála í fallegum litum og nota fyrir pappír, servéttur, borða, málningu, tæki og tól!

 

Hér er önnur smart útfærsla. klæða með efni og prenta eða fara alla leið og sauma texta út í efnið! Fallegt á borð eða á skrifstofuna til dæmis!

Yndislega fallegur kassi með þvottapokum, sápu og lavender í dós. Þetta væri líka hægt að uppfæra í “spa kassa”.. andlitsmaska, naglalakk, naglaþjöl og handáburð.. þessvegna agúrku til að skera fyrir augun og hárbönd..

Stelpukvöld: skemmtileg skvísumynd, hvítvínsflaska, nammipoki og ullarsokkar..

Það væri kannski hægt að bæsa kassann í fallegum lit og nota fyrir ýmiskonar bækur, blöð og fleira sem uppstilling…

Flokkað heimili fyrir pakkabönd og borða!

Svo er endalaust hægt að gera jólalegt.. greni, kúlur og kerti, einfalt, klassískt og fallegt!

HÉR getur þú skoðað skemmtilegt blogg frá Systrum og Mökum

krom215