Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Marengs súkkulaðidraumur!

Súkkulaðibotn
225 sykur
110 hveiti
24 g dökkt kakó
1 tsk. matarsódi
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
1 egg
180 ml. súrmjólk
60 ml. olía
1 tsk. vanilludropar
2 msk. kaffi

Aðferð
Blandið saman sykri, hveiti, kakói, matarsóda, lyftidufti og salti í skál. Blandið eggjunum saman við og hrærið léttilega, setjið svo strax súrmjólkina og olíuna saman við og hrærið léttilega. Setjið því næst kaffið og vanilludropana saman við og hrærið á meðalhraða þar til allt hefur blandast vel saman. Passið ykkur að hræra ekki of lengi því þá getur kakan orðið seig. Deigið er mjög þunnt í sér. Hellið deiginu í smurt meðalstórt hringlaga bökunarform og bakið við 180 gráður í rúmar 30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið kökuna.

Súkkulaðikrem
3 eggjarauður
(geymið eggjahvíturnar í marengsinn)
100 g flórsykur
30 g smjör
150 g dökkt súkkulaði
1 tsk. vanilludropar

Aðferð
Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn saman þar til blandan er orðin ljós og létt. Bræðið súkkulaðið ásamt smjörinu í potti yfir meðal hita og blandið svo saman við blönduna, bætið vanilludropum saman við. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Gott er að láta súkkulaðikremið standa í smá stund áður en það er sett á kökuna. Smyrjið kreminu yfir kökuna og á hliðar hennar.

 

Fyrir þá sem vilja bara súkkulaðiköku þá geti þið annað hvort bara haft súkkulaðikremið á kökunni, raðað jarðarberjum á kökuna eða sett bæði jarðarber og Oreo kex. En þeir sem vilja eitthvað aðeins meira bæta við rjómanum og marengsbotninum.

Þegar súkkulaðið er komið ofan á kökuna þá setti ég á milli;

1 litla öskju af jarðarberjum skorin niður

8 stk. Oreo kex

½ lítra rjóma

Setjið jarðarberin niður í sneiðar og raðið fallega á kökuna, geymið restina svo til þess að setja ofan á kökuna. Skerið Oreo kexið gróft niður og dreifið yfir jarðarberin. Þeytið rjómann og smyrjið honum yfir allt. Setjið marengs- botninn ofan á og skreytið að vild, ég setti afganginn af jarðarberjunum og bræddi örlítið súkkulaði í potti ca. 40 g. af dökku súkkulaði.

Marengs
3 stk. eggjahvítur
170 g sykur
½ tsk. lyftiduft
40 g rice crispies

Aðferð
Til þess að marengs heppnist þá þarf að passa það að skálin sé mjög hrein annars gæti hann fallið.

Hrærið eggjahvíturnar og sykurinn saman þangað til blandan er orðin stíf. Bætið lyftiduftinu saman við og hrærið vel. Bætið rice crispies saman við og hrærið varlega saman með sleif.

Setjið smjörpappír á bökunarplötu, takið formið sem þið bökuðuð súkkulaðikökuna í og dragið hring á smjörpappírinn. Dreifið úr marengsinum á hringinn og reynið að fara ekki útfyrir línurnar.

Bakið við 150 gráðu hita í rúmar 40 til 50 mín. eða þar til marengsinn er þurr viðkomu. Kælið.

 

Verði ykkur að góðu!

Uppskrift frá Gottimatinn.is

Kveðja

KRÓM