Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Marengsterta með kókosbollurjóma og jarðarberjum

min_img_7306

Marengsbotnar:

 • 6 eggjahvítur
 • 300 gr sykur
 • 1/2 tsk cream of tartar eða vínsteinslyftiduft

Aðferð: Hitið ofn í 120 gráður með blæstri. Þeytið eggjahvíturnar þar til froðukenndar. Bætið sykrinum smám saman út í. Þeytið í´1-2 mínútur. Bætið þá vínsteinslyftiduftinu út í. Dreifið jafnt úr marengsinum á tvær smjörpappírsklæddar bökunarplötur þannig að hann myndi tvo um það vil jafn stóra hringi. Bakið í 90 mínútur. Slökkvið þá á ofninum, opnið hann og leyfið að kólna í um 1 klst.

Fylling:

 • 5 dl rjómi
 • 4 kókosbollur
 • Jarðarber

Aðferð: Þeytið rjómann, brjótið kókosbollurnar saman við. Dreifið yfir annan marengsbotninn. Skerið jarðarber í sneiðar og leggið ofan á rjómann, setjið svo hinn marengsbotninn ofan á.

Ofaná:

 • 1 poki Dumle karamellur (120 gr)
 • 1 dl rjómi
 • Jarðarber

Aðferð: Bræðið saman í potti við vægan hita. Kælið og hellið yfir tertuna. Skreytið með jarðarberjum. Ég mæli með að setja tertuna saman í fyrsta lagi 4-6 tímum áður en hún er borin fram og geyma í ísskáp. Marengsinn þolir ekki að standa mikið lengur með rjómanum á. Ef þið viljið gera tertuna daginn áður mæli ég með að þið frystið hana.

min_img_7307

min_img_7309

 • Uppskrift frá Eldhúsperlur sjá HÉR 
 • 1623572_666143403444054_148203957_n