Sara Linneth skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Mattar varir með liquid varalitum sem ég fæ aldrei nóg af

Gosh var að gefa út nýja liti af liquid varalitum. Einstaklega bjartir og sumarlegir.

Ég fékk nokkra liti til að prufa.

Frá því að liquid varalitir urðu vinsælir hef ég prufað ýmsar tegundir, og er þetta vara sem ég fæ aldrei nóg af. Það er aldrei sama formúlan, og mjög persónubundið hvað hver og einn fýlar.

Nougat Crisp #007

Ég er rosalega skotin í þessum. Hann hefur brúnan undirtón og eru varalitirnir sem ég er mest með þannig. Alltaf gott að eiga einn svona sem passar við hvaða förðun sem er.

Chinese Rouge #004

Þessi coral bleikur/rauður er fullkominn fyrir sumarið.

Pink Sorbet #002

Berry Me #006

Nougat Fudge #003

Red Carpet #005

Þessi er líkur Chinese Rouge hér að ofan, en þessi er mun rauðari.

Arabian Night #008

Þessi er ólíkur öllum þeim sem eru hér að ofan, en ég fýla hann ekkert smá vel.

Náttúruleg húð, augu og áberandi varalitur verður mikið inn í sumar. Ég fýla það look ekkert smá vel. Finnst það fallegt og sumarlegt.

Vörurnar voru fengnar að gjöf

xx

Sara Linneth