Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Ástin – Hvaða stjörnumerki passar best við þitt

Steingeit

images (2)

Steingeitin er jarðbundin og leggur áherslu á að ná áþreifanlegum árangri  og  standa traustum fótum í tilverunni. Ef hún ákveður að gera eitthvað vill hún láta athöfn fylgja orðum. Hún er raunsæ og sér heiminn eins og hann er, en er tiltölulega laus við óskhyggju.  Oft er sagt, bæði í gamni og alvöru, að Steingeitin beri áhyggjur heimsins á herðum sér.  Steingeitin er kraftmikið merki, en á það til að vera feimn og hlédræg.

Þessi merki passa best við fólk í  Steingeitarmerkinu ; Naut, Meyja og Steingeit  en tvíburi og hrútur eiga síst við.

Fiskar

images (4)

Fiskurinn er í innsta eðli sínu næm tilfinningavera og hefur stekrt ímyndunarafl.  Þar af leiðandi hæfileiki til að sjá atburði og fólk fyrir sér. Fiskurinn er að öllu jöfnu víðsýnn og margbrotinn, fær um að skilja fólk og setja sig í spor annarra.  Það eru til  bæði  fiskar sem synda á móti straumnum og hins vegar þeir sem láti sig berast með veðri og vindum lífsins.

 Þessi merki passa best við fólk í Fiskamerkinu : Meyja og Sporðdreki en Tvíburi og Steingeit eiga síst við.

Hrúturinn

images (3)

Hrúturinn þolir illa reglur, kerfi og vanabindingu, en hefur gaman af nýjum áskorunum. Hrúturinn er lítið gefinn fyrir að horfa um öxl. Hann vill lifa fyrir daginn í dag og horfa fram á veginn. Hann veltir sér því sjaldan upp úr vandamálum, að minnsta kosti ekki til langframa. Varðandi verkefni er hann góður í upphafi, sæmilegur þegar verk er hálfnað en verður oft að beita sig aga til að ljúka verkum. Hann er fæddur brautryðjandi og frumkvöðull.

Þessi merki passa best við fólk í Hrútsmerkinu : Ljón og Vog en Naut og Steingeit eiga síst við.

Nautið .

images (7)

Segja má að Nautið sé rólegur og traustur persónuleiki, að öllu jöfnu vingjarnlegt og seinþreytt til leiðinda.  En þegar Nautið reiðist, þá reiðist það svo um munar.  Nautið er jarðarmerki og vill því sjá áþreifanlegan árangur gerða sinna. Orði verður að fylgja athöfn og því framkvæmir Nautið flest það sem það ætlar sér. Meðal einkenna Nautsins eru úthald, festa, og þrjóska.

Þessi merki passa best við fólk í Nautsmerkinu : Steingeit , Krabbi og Sporðdreki en Ljón og Vatnsberi eiga síst við.

Tvíburar

gemini-horoscope-2015

Honum líður best þegar mikið er um að vera og þess er krafist að hann sinni mörgum verkefnum á sama tíma. Honum leiðist vanabinding og hann verður þreyttur ef hann þarf að fást of lengi við sama verkið. Tvíburanum fellur vel að vinna störf sem krefjast hugarbeitingar og fjalla um margvísleg málefni. Tvíburinn er félagslyndur og hefur gaman af því að segja frá en er stundum of málglaður.

Þessi merki passa best við fólk í Tvíburamerkinu : Meyja, Vatnsberi og Bogamaður  en Krabbi og Steingeit eiga síst við.

Krabbinn

images (1)

Krabbinn er varkár og frekar hlédrægur um eigin hagi, en eigi að síður fastur fyrir og ákveðinn þegar á þarf að halda. Krabbinn hefur sterka ábyrgðarkennd og er yfirleitt traustur og samviskusamur. Hann vill leysa þau verk sem hann tekur að sér.   Oftast nær er Krabbinn mikill heimilismaður og fjölskylda, börn og nánir vinir skipta hann meira máli en gengur og gerist. Til að skilja skapgerð Krabbans er ágætt að líta á flóð og fjöru stundum vill hann draga sig í hlé og vera einn með sjálfum sér, stundum er hann opinskár, hlýr og gefandi. Það getur því verið erfitt að reikna hann út.

Þessi merki passa best við fólk í Krabbamerkinu : Naut, Sporðdreki og Krabbi en Hrútur, Tvíburi og Vog eiga síst við.

Ljónið

images

Ljónið er yfirleitt hreint og beint í framkomu og falslaust. Það hefur tilhneigingu til að draga að sér athygli og lenda í miðri hringrás atburða.  Þegar Ljónið er í góðu skapi geislar það og glitrar af gleði og smitar út frá sér í umhverfi sitt. Þá ‘kveikir’ það í öðrum. Þegar það er óánægt sést óánægjan einnig langar leiðir, enda er Ljónið merki sem sýnir það sem býr innra með. Ljónið býr yfir sannfæringarkrafti og ágætum stjórnunarhæfileikum. Það er einnig oft á tíðum kraftmikið og stórtækt.

Þessi merki passa best við fólk í Ljónsmerkinu : Hrútur, Bogamaður og Vatnsberi en Naut, Sporðdreki og Krabbi eiga síst við.

Meyjan

images (5)

Hin dæmigerða Meyja er jarðbundin og raunsæ. Hún hefur sterka rökhugsun og sérstaka hæfileika og áhuga í sambandi við viðskipti, miðlun, menntamál og þjónustustörf. Meyjan er iðulega dugleg og iðin og á oft erfitt með að sitja kyrr og slaka á. Meyjan er mikill gagnrýnandi ekkert er nógu gott. Alltaf þarf að laga og betrumbæta. Hún gerir því miklar kröfur til sín (og annarra) og finnst að hún þurfi stöðugt að vanda sig og ná fullkomnu valdi á viðfangsefnum sínum.

Þessi merki passa best við fólk í Meyjamerkinu  : Naut, Fiskur, Tvíburi en Bogamaður og Vatnsberi eiga síst við.

Vog .

libra-horoscope-2015

Til að skilja Vogina þarf að horfa á tákn merkisins, vogina sem hefur það hlutverk að vega og meta. Enda er það oft svo að fólk sem fæðist í þessu merki hefur sterka réttlætiskennd. Það er alltaf að leita að jafnvægi og því sem stillir vogina af. Fyrir vikið er Vogarfólkið stundum eftirgefanlegt, stundum hart, stundum ljúft, stundum ákveðið. Einnig er talað um hina ‘ljúfu frekju’, eða þá Vog sem stendur sterk bæði í ég-inu og samvinnunni. En vissulega vilja og reyna flestar Vogir að vera fágaðar, kurteisar og yfirvegaðar.

Þessi merki passa best við fólk í Voginni  : Hrútur, Ljón og Vatnsberi  en Krabbi og Steingeit eiga síst við.

Sporðdreki

download

Sporðdrekinn er tilfinningaríkur og frekar varkár. Að öllu jöfnu virðist hann hægur og rólegur á yfirborðinu, en tilfinningar ólga oft undir niðri. Hinn dæmigerði Sporðdreki er kjarnyrtur og hreinskilinn og lítið fyrir yfirborðsmennsku.  Þó hann geti virst rólegur á yfirborðinu er hann ráðríkur og stjórnsamur. Hann vill ráða, að minnsta kosti yfir eigin umhverfi og lífi. Skopskyn Sporðdrekans birtist oft í beittum og kaldhæðnislegum athugasemdum. Hann á til að “stinga” með eiturbroddinum fræga þegar sá gállinn er á honum. Hann er því erfiður andstæðingur og vont að lenda í rimmu við hann.

Þessi merki passa best við fólk í Sporðdrekamerkinu  : Krabbi, Fiskur og Naut  en Ljón og Vatsberi eiga síst við

Bogmaður

images (6)

Hinn dæmigerði Bogmaður er athafnamaður sem þarf hreyfingu, líf og fjölbreytni. Honum er illa við vanastörf og verkefni sem ekki eru ögrandi. Hann fær leið á því sem hann kann og veldur of auðveldlega. Að sama skapi á hann erfitt með að sitja lengi kyrr á sama staðnum. Hann þarf svigrúm og frelsi. Allt það sem þrengir sjóndeildarhring hans, festir hann niður og hindrar hreyfingu orkar þvingandi á hann. Bogmaðurinn er að öllu jöfnu jákvæður, hress og bjartsýnn. Hann er þægilegur í umgengni og þykir skemmtilegur félagi. Hann er lítið gefinn fyrir að búa til vandamál og vill sjá og sér bjartari hliðar tilverunnar

Þessi merki passa best við Bogamenn : Ljón, Tvíburi og Bogamaður  en Meyja og Naut eiga síst við

Vatnsberi

images (8)

Hinn dæmigerði Vatnsberi er yfirleitt rólegur, vingjarnlegur og þægilegur í framkomu. Hann er yfirvegaður og viðræðugóður en hleypir fólki samt sem áður ekki of nálægt sér. Hann er oft á tíðum heldur dularfullur eða a.m.k. fjarlægur. Ein ástæða fyrir þessu er sú að hann er frekar ópersónulegur og lítið fyrir að ræða um sjálfan sig og bera tilfinningar sínar á torg. Hann hefur þann hæfileika að geta verið hlutlaus, jafnvel þegar um erfið mál er að ræða.  Hann er því fastur fyrir og á til að vera þrjóskur og stífur. Hann heldur fast í hugmyndir sínar og hefur sérstök viðhorf til lífsins. Hann á einnig til að vera frekur og stjórnsamur, en fer oft fínt með þann eiginleika. Honum er illa við afskiptasemi annarra.

Þessi merki passa best við Vatnsbera : Ljón, Vog og Tvíburi en Naut og Krabbi eiga síst

HÉR  getur þú skoðað  hvernig þitt merki passar við öll stjörnumerkin !

Kveðja

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n (1)