Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Milljón dollara spaghetti

Þessi matur er í miklu uppáhaldi hjá þeim sem hafa smakkað hann bæði börnum og fullorðnum.

 • 250 gr Spaghetti
 • 1 laukur skorin smátt
 • 4-6 hvítlauksrif skorin smátt
 • 1 bakki nautahakk
 • 1 krukka spaghettisósa
 • 220 gr rjómaostur
 • ¼ bolli sýrður rjómi
 • ½ bolli smjörteningar við stofuhita
 • Heill bolli rifinn ostur

Aðferð

 • Hitið ofninn í 185 gráður
 • Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum sem eru á pakkanum.
 • Setjið olíu á pönnu og steikið laukin og hvítlaukin létt mýkja aðeins
 • Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma og blandið vel saman
 • Steikið nautahakkið á pönnu og kryddið eftir ykkar smekk.
 • Bætið lauknum út á pönnuna og þegar hakkið er steikt hellið þá pastasósunni/spaghetísósunni  yfir og látið malla í smá stund.
 • Setjið nokkrar smjörklípur í botninn á eldföstu móti
 • Þá fer helminginn af soðnu spaghettí yfir.
 • Síðan er rjómaostablöndunni dreift yfir spaghettíið.
 • Nú er restin af spaghettíinu sett yfir rjómaostablönduna, leggið nokkrar smjörklípur og þá er hakkið og laukurinn í sósunni sett yfir.Bakið í 35 mínútur takið út og setjið rifin ost yfir og bakið í auka 10-15 mínútur
 • Hér má sjá nánar http://www.spendwithpennies.com