Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Mjúkar og dásamlegar M&M kökur með leynihráefni !

INNIHALD:

 • 100 gr af smjöri við stofuhita
 • 1/2 bolli sykur
 • 1/2 bolli púðursykur
 • 1 stórt egg
 • 1/2 teskeið vanilludropar
 • 1-1/2 bolli hveiti
 • 3 matskeiðar vanillibúðingur  Þetta gerir kökurnar dúnamjúkar og æðislegar
 • 1/2 teskeið matasódi
 • 1/2 teskeið salt
 • 3/4 bolli súkkulaðidropar
 • 1 or 1-1/2 bolliu m&m eða smartís 

AÐFERÐ:

Setjið saman í skál smjörið, sykur og púðursykur, hrærið saman

Bætið því næst egginu við. Hrærið áfram

Matarsóda er bætt við

Bætið nú við leynihráefninu en það er instant búðingur frá JELL-O, eða royal vanillubúðingur  þetta gerir galdurinn við kökurnar!

Hrærið nú vel saman þangað til að deigið er eins og þið viljið hafa það.

Setjið súkkulaðidropa og m&m saman við degið og hrærið vel

NAMM !

Setjið kúlur á bökunarpappír og inn í ofn, ekki fletja þær alveg út. Setjið þær inn í heitan ofn eða 180, bakið í 10-12 mínútur

Þá eru þær tilbúnar ! Hversu girnilegar !

Namminamm