Íris Tara skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Mögnuð upplifun með Sir John förðunarfræðing Beyonce!

Ég var svo heppin að fá að vera ein af þeim sem fóru að sjá förðunarmeistarann Sir John sem kenndi masterclass á vegum Reykjavík Makeup school í Hörpu. Sir John er þekktastur fyrir að vera förðunarfræðingur Beyonce en hann hefur einnig farðað ótal mörg þekkt andlit á borð við Kardashian systur og þekkt módel eins og Olivia Culpo og Joan Smalls.

Ég vissi ekki alveg við hverju mátti búast af manneskju sem lifir í þessum Hollywood heimi en var spennt að fara og læra af þessum förðunar snilla. Sir John kom mér svo ótrúlega á óvart, hann var hlýr, fyndinn og opinn. Tilbúinn að deila sinni visku og gerði þessa upplifun ennþá skemmtilegri en ég hefði búist við. Hann talaði við okkur um það hvernig hann byrjaði og sagði skemmtilegar sögur af sér og ”bransanum” ásamt því að kenna okkur heilan helling.

Sir John er einlægur og gaf öllum góðan tíma í spjall í hlé.

Sor John sýndi 2 ”look” sem eru í uppáhaldi hjá honum, hann fór mjög ýtarlega í þessar farðanir og talaði mikið um af hverju hann gerir hitt og þetta. Það voru allir í salnum stjarfir að hlusta og dást að honum enda þvílíkt hæfileikaríkur.

Fyrsta útlitið sem Sir John sýndi var smokey með gylltum tónum. Þetta er look sem að hann gerði á Oliviu Culpo fyrir rauða dregilinn og vakti það mikla athygli. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann er nákvæmur þegar kemur að húð og gaf okkur góð ráð um það hvernig er best að ná ljómandi og náttúrulegri áferð. Ég hef alltaf lagt mikið upp úr húð og það var spenndi að læra af honum ný ráð sem ég er búin að nýa mér mikið síðan.

Næsta útlit var dökkt smokey í fjólubláum tónum sem var einstakelga fallegt á fyrirsætunni sem er með græn augu. Hann endaði svo á því að glossa augun sem gerði lookið ennþá fallegra og myndi henta vel fyrir myndartökur. Það var ótrúlega gaman að sjá hvernig hann tók ”venjulegt smokey og breytt því á nokkrum sek í meiri fashion förðun. Ég mæli með því fyrir alla með græn augu að prófa fjólubláa tóna á augun!

Sara og Silla eru mjög duglegar að fá þekkta förðunarfræðinga hingað til lands en þær hafa einnig fengið Karen Sarahii og Ariel Tejada en fullt hefur verið á öll námskeiðin! Viðburðurinn sjálfur var glæsilegur og gjafapokinn ekki af verri endanum en í honum var meðan annars 5 real techniques burstar, beautyblender, nammi og margt fleira fallegt!

Glæsilegir gjafapokar!

Fallega glósubókin sem við fengum. Mín er stútfull af fróðleik!

Sara og Silla létu útbúa hrikalega góðar nammikúlur í bleikum lit

Ég hlakka til að sjá hvað Sara og Silla gera næst! Ég er viss um að það er eitthvað spennandi og mun pottþétt fara á annað masterclass á þeirra vegum.

xx

Íris Tara