Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Myndband – 4 skemmtilegar uppskriftir þar sem blómkál kemur í stað hveitis

Þó kolvetni séu nauðsynleg fyrir alla, er þó gott að reyna að neyta þeirra í hófi. Kolvetni leynast þó í mörgum uppskriftum en auðvelt er að skipta þeim út eins og má sjá í þessu myndbandi.

Grillað blómkálsbrauð með osti:

Hitið ofninn

Setjið soðið blómkál í blandara eða matvinnsluvél og hakkið smátt

Kreistið frá allann vökva

Blandið saman í skál blómkálinu, eggi og mozzarella osti

Búið til kassa á stærð við brauðsneið og bakið í ofni

Steikið síðan á pönnu með ost á milli

Steikt blómkálsgrjón með grænmeti

Setjið soðið blómkál í blandara eða matvinnsluvél og hakkið smátt

Steikið blómkálið eftir að það hefur verið hakkað, steikið grænmetið síðan sér.

Búið til gat í blómkálsgrjónin á pönnunnni og setjið egg á milli,bætið síðan við grænmeti og hrærið vel

Blómkálsbitar- Tater tots

Hitið ofninn

Setjið soðið blómkál í blandara eða matvinnsluvél og hakkið smátt

Blandið saman í skál blómkálinu, eggi, smátt skornu grænmeti, osti og brauðraspi.

Búið til litlar kúlur og bakið í ofni

Blómkáls Mac & Cheese

Sjóðið blómkál,

blandið saman í potti, mjólk, ostasósu, osti og lauk, hrærið vel saman þangað til að blandan bráðnar.

Hellið yfir blómkálið og eldið á mjög lágum hita.

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n