Myndband: Skemmtilegar útiæfingar um Verslunarmannahelgina
Framundan er stærsta ferðahelgi landsins, Verslunarmannahelgin. Margir fara út úr bænum, leyfa sér meiri óhollustu og hafa það huggulegt. Oft getur verið gott að rífa sig upp úr huggulegheitunum, friða samviskuna og koma blóðinu á hreyfingu fyrir komandi átök með nokkrum léttum æfingum.Það eru til óteljandi margar æfingar sem þarfnast ekki flókinna tækja heldur er hægt að framkvæma hvar sem er.
Hér eru hugmyndir af nokkrum léttum æfingum, en hægt er að velja hversu margar endurtekningar og sett eru tekin, öll hreyfing er góð hreyfing.
Hægt er að taka til dæmis 20-30 endurtekningar og velja um 3-5 sett. Hreyfing þarf ekki að vera leiðinleg og um að gera að taka nokkrar æfingar með vinum og hafa gaman af.Eigið góða helgi og góða skemmtun!!

 

https://www.youtube.com/watch?v=0fmKZ8SfNtM&feature=youtu.be

*Rannveig Hildur Guðmundsdóttir​

KRÓM