Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

NAMM- Súkkulaði ostakaka með oreo búðing og rjóma

Rétt upp hönd sem langar að slá í gegn með þessum dásamlega eftirrétti! Þessi er auðveldur en þarf að undirbúa vel, hann er vel þess virði..

Það sem þarf:

 • Oreo kex
 • sykurpúðar, gott að kaupa litla
 • 1/2 bolli Rjómi
 • 1 dós Cool whip (Fæst í Hagkaup)
 • 1 kassi súkkulaðibúðingur eða vanilllu
 •  2 bollar mjólk
 • 3 og 1/2 dl súkkulaði hnappar
 • 2 og 1/2 dl rjómaostur við stofuhita
 1. Brjótið niður oreo kex og setjið til hliðar ( Gott er að setja kex í poka og rúlla yfir það með kökukefli.)

Oreo búðingur

 1. Takið einn kassa af búðing, súkkulaði eða vanillu og blandið saman með 2 bollum af mjólk. Þeytið saman þangað til að blandan er tilbúin.
 2. Setjið blönduna í ísskáp í um 10 mínútur
 3. Þegar blandan hefur staðið í ísskáp skal taka 1/2 dós af Cool whip  og blanda við búðinginn ásamt oreo sem hefur verið brytjað niður. Hrærið saman og setjið aftur inn ísskáp.

Rjómaost/Súkkulaði blandan

 1. Setjið rjóma og súkkulaði saman í pott á lágan hita og blandið saman. Gæti tekið allt að 10 mínútur en passið að hafa ekki of háan hita.
 2. Þegar súkkulaðið er bráðnað skal taka af hita og leyfa blöndunni að kólna í um 10 mínútur.
 3. Þegar súkkulaði blandan hefur kólnað skal setja hana í skál, ásamt rjómaostinum. Þeytið saman þangað til að blandan er silkimjúk og engir kekkir.

Setjið eftirréttinn saman!

 1. Setjið 3 matskeiðar af muldu Oreo kexi í borninn á hverju glasi. Ofan á það skal setja lúku af litlum sykurpúðum.Því næst setjið þið 3 matskeiðar af Oreo búðingnum í hvert glas. Næst skal setja 3 matskeiðar af rjómaost/súkkulaði blöndunni í hvert glas. Toppið síðan með Cool Whip. Gott er að setja Cool Whip í poka og nota stút til að setja það fallega ofan á. Toppið síðan með einu Oreo kexi.
 2. Berið fram og njótið!

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n7