Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Nicecream þetta er sjúklega gott og hollt!  Uppskriftir

Nicecream eins og þið sjáið hérna á myndunum er hreinn unaður ! Hver hefði haldið að hægt væri að borða svona góðan morgunmat eða millimál án þess að fá samviskubit! Undirstaðan eru frosnir bananar… Síðan er hægt að blanda hverju sem er ofan í, hvort sem það eru ávextir eða kakó fyrir þá sem elska súkkulaði. Einnig þarf að eiga kraftmikin blandara en gott er að setja smá vökva með eða nóg til að fá blandarann til að hræra.

Nicecream

4 frosnir bananar, kakó og hnetusmjör. Granóla og þurrkaðar fíkjur settar inn á milli

4 frosnir bananar blandaðir með smá vanillu. 1 bolli hindber notuð í sósu á milli

4 frosnir bananar, bláber og hindber

4 frosnir bananar, 1/4 bolli möndlumjólk, 1/2 bolli frosin jarðaber og smá vanilla

4 frosnir bananar, kakó og 4 döðlur

NAMMMMMMMMM