Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Nokkur sniðug ráð til að hressa aðeins upp á fötin…

Hérna eru nokkur sniðug ráð til að hressa aðeins upp á fataskápinn, ekki skápin sjálfan heldur fötin sem eru inn í honum. Hver kannast ekki við að eiga flíkur sem eru aðeins farnar að láta á sjá en eru í uppáhaldi. Vonandi geta þessi ráð hjálpað einhverjum

1. Það er sniðugt að nota naglaþjöl til að ná blettum/óhreinindum af rúskinns-skóm

suede-shoes

2. Þú getur lagað rennilása sem eru orðnir lúnir og gjarnir á að festast með því að nota vaxliti

stuck-zipper

3.þú nærð meik-blettum úr fötum með raksápu

foundation-shaving-cream

4. Þú getur losnað við táfílu með því að setja matarsóda (baking soda) í skóna

baking-soda-sneakers

5.Þú getur víkkað út leðurskó með því að fara í þykka sokka og blásið heitu með hárblásara á það svæði sem þregir að

tight-shoes

6.Komdu í veg fyrir að tölur detti af flíkum með því að lakka með glæru naglalakki yfir þær

clear-polish-button

7. Þú getur komið í veg fyrir að lykkjufallið á nælonsokkabuxunum stækki með því að setja naglalakk yfir

stocking-tights

8. Rakaðu einfaldlega hnökrana burt af flíkinni

old-sweater

9. Ef rennilásinn á buxunum er alltaf að rennast niður getur þú stoppað það með lyklahring, eins ef hakið á rennilásnum brotnar af er hægt að redda sér með lyklahring.

zipper-pull

krom21