Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Nokkur tískutrend sem eru/voru algjörlega fáránleg

Tískutrend koma og fara

Þau geta verið hallærisleg eftir á og stundum er hægt að hlæja af þeim en alls ekki öllum.

Hér eru nokkur sem eru/voru alveg fáránleg og áttu það jafnvel til að draga konur til dauða.

Hálshringir

Ættbálkur í  Burma telur að langur háls sé merki um fegurð, hálshringir eru notaðir til að lengja hálsinn.  Stúlkur byrja á aldrinum 2 – 5 ára að nota hálshringi og síðan bætast fleiri við með tímanum eftir því sem þær eldast og stækka.  Þessir hálshringir eru í raun ekki að lengja hálsinn heldur íta öxlunum niður sem fer illa með líkaman og veldur miklum sársauka.

Reyrðir fætur

Þessar  pyntingar hófust á barnsaldri, oftast við sex ára aldur. Fjórar tær á hvorum fæti voru beygðar inn undir ilina og reyrt fast sem olli sárum kvölum, bæklun og sýkingum. Siðurinn lagðist ekki af fyrr en með lögbanni 1912.  En fyrir þann tíma hafði það viðgengist í Kína að fætur stúlkubarna væru reyrðir og þær í raun gerðar örkumla fyrir lífstíð. Það voru einkum stúlkur úr milli- og efristétt sem fengu svona meðferð, þetta var gert í fegrunarskyni, til þess að gera þær eftirsóknarverðari eiginkonur á fullorðinsaldri

Á tíma Elísabetar Englands-drottingar tíðkaðist það hjá komum að vera mjög fölar, nánast með hvítt andlit.

Ljós húðlitur þótti fallegur hjá konum á 16 öld og til þess að ná fram hvítri áferð á andlitið var gjarnan notuð eitruð blanda af ediki og hvítu blýi.  Þetta varð til þess að margar konur fengu hræðilegar aukaverkanir og sumar létu lífið þegar þessi eitraða blanda komst út í blóðrásina í gegn um húðina.

Crinoline

Crioline var notað undir kjóla og pils til þess að gera sem mest úr þeim.  Þetta trend olli flestum konum miklum vandræðum enda ekki hægt að setjast niður og einfalt að reka sig utan í allt, og bara það að labba í gegn um hurðarop var oft á tíðum mikið vesen.  En það voru hættulegar hliðar á þessu þar sem kerti voru notuð til að lýsa upp húsin og það kom of oft fyrir að konur í þessum fyrirferðamiklu undirpilsum hreinlega kveiktu í og það sem verra er kveiknaði oft í þeim sjálfum.

 

Korselett

Korselett er ennþá notað en það er undantekning ef það er notað eins og tíðksðist á 17 öld þar sem margar konur hlutu mikin skaða af þeim.  Í þá daga var korselettið bundið svo fast að konur átti það til að kafna og flestar hlutu innvortis-skemmdir á líffærum og beinum.