Nú er svo sannarlega komin tími fyrir maska og notarlegheit!

Tími fyrir maska og notarlegheit!

Nú er svo sannarlega tími til þess að huga að húðinni og njóta þess að setja á sig maska. Veðurbreytingar geta haft mikil áhrif á húðina og því mikilvægt að hugsa vel um hana þess að forðast þurrk og óþægindi. Nú eru jólahlaðborð og mikil gleði framundan og lykillinn að fallegri förðun er alltaf vel nærð húð. Svo er bara svo dásamlegt að hlusta á vindinn blása úti og koma sér vel fyrir með maska og kertaljós yfir góðri bók eða bíómynd.

Þessir nýju maskar frá Nip+Fab eru frábærir en þeir hjálpa til við að leysa okkar helstu vandamál þegar kemur að húðinni. Hægt er að velja sér eina tegund eða jafnvel nokkrar í “multi masking“ kvöldstund. Maskarnir eru líka á frábæru verði svo það er alveg hægt að leyfa sér að prófa sig áfram.

GLICOLIC FIX 
EXFOLIATE

Einstök Glycolic gríma sem að djúp hreinsar húðina. Hann inniheldur 1% Glycolic sýru sem að hreinsar húðina, gefur henni jafnari húðlit og húðin fær aukið líf.

GLICOLIC FIX 
EXTREME

Nýr freyðandi maski sem að inniheldur 2% Glycolic sýru sem að vinnur að því að hreinsa öll óhreinindi húðarinnar og hreinsar á dýpri lögum húðarinnar. Húðinn verður jafnari í lit, mjúk og geislandi heilbrigð. Leggjið á andlit í 15 mínútur og sjáið froðuna vinna kraftaverk!

NO NEEDLE FIX 
EYE MASK

Augnmaski inniheldur hydrogel sem að eyðir út fínu þreytu línunum í kringum augun og vinnur á móti þrota á þessu viðkvæma svæði. Eitt skref sem að yngir augnsvipinn og gefur augunum ljóma á ný.

DRAGON‘S BLOOD 
HYDRATE

Einstakur rakamaski sem að inniheldur hydrogel – tækni sem er sérstaklega hönnuð fyrir þyrsta og þurra húð til að gefa henni aukna fyllingu og langvarandi raka.

DRAGON‘S BLOOD 
EXTREME HYDRATE

Einstakur rakamaski sem að inniheldur hydrogel eins og sá upprunalegi nema í auknu magni. Þessi maski er því fyrir þá sem að vilja taka auka skref – fáðu ennþá fyllri og sléttari húð með Extreme.

*Maskarnir fást í verslunum Hagkaupa og Lyf og Heilsu.

Greinin birtist fyrst á BOX 12