Andrea S skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Numero74 – eitt eftirsóttasta barnamerkið þessa stundina

Ég er búin að bíða svo ótrúlega lengi eftir að geta sagt ykkur frá komu Numero74.

Síðan ég var lítil hef ég haft mikin áhuga á hönnun og eftir að ég eignaðist barn þá hefur áhuginn bara aukist ef eitthvað er. Ég elska að skoða falleg barnaherbergi og fá hugmyndir fyrir herbergið hjá Andreau Rafns. Mér þykir ekkert skemmtilegra en að dunda mér þar inni og gera það fallegt.

Þeir sem fylgjast með skemmtilegum “instagrömmurum” (já ég bjó til orð) og skoða pinterest reglulega ættu því að vera kunnugir um Numero74.

Ég hoppaði því hæð mína þegar ég frétti að þetta merki væri að koma í Petit því þetta merki er next level.

Það eru aðeins 10 búðir í heiminum valdar til að selja merkið í sínum búðum og var Petit eitt af þeim sem var valið. Mér finnst það magnað því búðir eru bókstaflega að keppast um að fá að selja merkið. Það kemur mér þó ekki á óvart því Petit er einstaklega falleg búð og ótrúlega gaman að vinsælt merki eins og þetta skuli vera selt á Íslandi þegar þú ert að keppast við alla í heiminum.

Numero74 er spænskt merki sem einkennist af dásamlegri sköpunargleði, undraverðri áferð og 16 einstökum litum. Allar vörur þeirra eru rosalega vandaðar en þær eru allar handgerðar af tælenskum handverkskonum sem fá réttlátt kaup fyrir vinnu sína.

Þetta merki er rosalega eftirsótt en þar sem allt er handgert er hver og ein pöntun ekki stór og koma þær með 6 mánaða millibili. Það mætti því segja að það er því ekki mikill tími til að “hugsa sig um” ef þig langar að eignast vörur úr línunni.

Ég missti vatnið í gær þegar ég sá fyrstu vörurnar (sem ég sýndi á mínu  Instagram-i í gær .. þið finnið mig undir “andreagudrun”)

Annars mæli ég með að kíkja á Petit síðurnar (instagram, facebook og heimasðíðuna) til að sjá vöruúrvalið en salan á vörunum hefst kl. 11:00 og ég mæli með að hafa hraðar hendur. Þetta er eitthvað sem þú vilt ekki missa af.

Þú getur skoðað vörurnar hér: 

Instagram:

andreagudrun

Petit.is

Facebook Petit

Heimasíða Petit

Ég hljóma eins og lítill krakki á leið í Toys’r’us en ég sver það ég er að missa vatnið yfir þessum vörum.

Þessir fallegu fánaborðar eru æðislegir, þeir koma í nokkrum mismunandi litum!

Indjána tjöldin eru þau fallegustu sem ég hef séð. Þau koma í 3 litum.

Þangað til næst

Hægt að fylgjast með mér á:

Instagram: andreagudrun eða www.instagram.com/andraegudrun