Nýr bloggari á Króm – Við erum ótrúlega heppnar á krom.is að fá hana Sigrúnu Sigurpáls í teymið okkar

Við erum ótrúlrga heppnar  á krom.is að fá hana Sigrúnu Sigurpáls í teymið okkar og hún er svo sannarlega frábær viðbót.

 Enda frábær snappari og lífstílsbloggari hér á krom.is, heiðarleg og skemmtileg fjölskyldukona með öll þrif-ráðin upp á 10.

Til að kynnast henni aðeins betur  lögðum við fyrir hana nokkrar spurningar.

 

 

Hver eru þín helstu áhugamál?

Hreyfing, ljósmyndun, allt tengt innanhús decor, tíska (þó það sjáist ekki á mér) og þrif (eeelska að þrífa!)

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Ég er í fæðingarorlofi núna. Sinni börnum, er virk á snapchat og reyni að leggja mig fram í að eiga fallegt heimili og hamingjusöm börn.

 

Hvernig myndir þú lýsa þér sem manneskju ?

Ef ég lýsi sjálfri mér þá get ég allavega sagt að ég er snarofvirk, get aldrei verið kyrr, klárlega með athyglisbrest, mjög óþolinmóð, hlutirnir þurfa helst að gerast fyrir fimm dögum! En ég myndi segja að ég væri dugleg, góð mamma og stundum ágætlega skemmtileg.

Súkkulaði eða vanilla?

Súkkulaði aaaallann daginn

Hundar eða kettir?

Hundar

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?

Ég tæki með mér síma, bàt og súkkulaði.

Hvað gerir þú í þínum frítíma?

Ég þríf í mínum frítíma yfirleitt. Það er mín hugleiðsla

 Hvernig bloggari ertu hverju meiga lesendur krom.is eiga von á frá þér ?

Ég mun blogga um þrif og ýmis þrifràð, eins er ég alltaf að breyta og bæta innan veggja heimilisins og mun blogga um það, svo ég myndi flokka mig sem einhversskonar lífsstílsbloggara.

Við bjóðum Sigrúnu Sigurpáls velkomna í Króm teymið og hlökkum til að lesa frá henni bloggfæslur.