ErnaKristín skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Óáfengir kokteilar í sumar!

Hér eru frábærar uppskriftir af óáfengum kokteilum fyrir grillveislurnar í sumar!
Númer 1:

1 hluti appelsínusafi
1 hluti Trönuberjasafi
1 ml ferskjusafi
1 msk Grenadine síróp

Blandið jöfnum hlutum af appelsínusafa og Trönuberja safa, bætið ferksjusafanum við  og hellið yfir ís. Leyfið síðan Grenadineinu að leka niður á botn, Skreytið með ananas fleyg og njótið.

Númer 2 :

3 cl Tropicana
3 cl sítrónusafi
2 cl rjómi
1 cl grenadine
½ pressuð appelsína

Númer 3 :

1 dl Ananassafi
1 dl Apríkósusafi
1/2 Apríkósa
1 dl Sódavatn
Kokteilber
Sykurrönd á glasi

Aðferð:

Glas með háfæti og breiðum botni. Dreifið apríkósusafa á röndina á glasinu, dýfið á hvolfi í sykur. Hálf apríkósa sett í botn glassins (má vera úr dós). Safa og gosi hellt í glasið og kokteilberið sett ofan á apríkósuna.

Númer 4 : 

3 kívíaldin
1 epli
8 myntugreinar (blöð og stilkar)

Aðferð:

Settu myntugreinarnar í safapressu en taku eina frá til skreytingar.
Flysjaðu kívíaldinið og skerðu það í bita. Pressaðu safann úr því.
Skerðu eplið í bita og pressaðu það
Blandaðu öllu saman í glas og skreyttu með myntugreinum.

Góða skemmtun!

xx