Oddny Silja skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Oddný Silja – Bolludags skandall

KARAMELLU LAKKRÍS KURL?

DAIM KURL OG HINDBERJAMOUSSE?

SMARTIES OG SKITTLES?

Svo er bolluDAGURINN farinn að teyja anga sína út í heila viku, langur dagur að æðakerfinu mínu þykir.

Er þessi dagur allt í einu orðinn tilraunadagurinn mikli? Þarf alltaf að finna upp hjólið og dreifa pipar og lakkrís yfir það allt?

Ég man þá gömlu góðu daga þegar maður fékk eina dýrindisbollu á sjálfum hátíðardeginum “bolludagur”. Bollan var fyllt með sultu og rjóma með glassúr á toppnum. Það var ekki búið að finna upp skittles og lakkrís kom hvergi við sögu eins og reyndar í öllum öðrum matvælum annað er í dag en það er efni í annað blogg.

Áætlað er að við (íslendingar) munum kaupa milljón bollur þetta árið, guð má vita hvað verða bakaðar margar í viðbót. Ekki skrýtið að bráðamóttakan fyllist af fólki með lakkrís í staðinn fyrir blóðþrýsting og rjóma flæðandi út um augntóftirnar.

Svona hefur græðgin og markaðsvæðingin áhrif á okkur öll, selja selja græða græða kaupa kaupa éta éta…

Það er á svona tímum sem maður veltir fyrir sér hvert land og þjóð stefnir!

Ég ætla allavega að leggjast á bæn í kvöld enda útlitið svart fyrir þessa nýjungagjörnu þjóð sem lætur hvergi staðar numið í tilraunum sínum til að skemma gamlar góðar hefðir eins og þær gerast bestar!

 

Svona á þetta að vera, sletta smá rjóma og sultu á milli lítillega fallinna heimabakaðra vatnsdeigsbolla og málið dautt!

Kv. Gunna gamla, 97 ára.


Æjiiii þið þarna, ég er nú bara að gantast í ykkur! Auðvitað mega allir fá sér sínar bollur og hafa þær eins og hver og einn vill, það sagt er sjálfsagt best að bjóða mér eina hefðbundna enda orðin þrítug og vanaföst konan og ekki gerð fyrir svona nýjungar. Ég væri að ljúga ef ég segði að Gunna gamla ætti ekki stóran stað í hjarta mínu EN ég samgleðst öllum á Íslandi í dag sama svosem hvernig þið ákveðið að njóta, karamellu slegnar bollur eða ekki.

Njótið dagsins elskurnar (helst samt auðvitað bara með hefðbundnum hætti, grín, samt ekki).

Ykkar ung-gamla Oddný

Ég er svo á snapchat fyrir áhugasama : oddnysilja