Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Oddný Silja er nýr bloggari á KRÓM hún er eilífðar táningur,100% ó-tískugúrú og almennur lífsgrínari

Oddný Silja er nýr bloggari á Króm hún er bæði sjúklega fyndin og kaldhæðin á köflum og fellur eins og flís við rass í Króm-teymið.

Segðu okkur aðeins frá þér :

Heiti Oddný og er 30 ára, næstum því hjúkrunarfræðingur, sumar flugfreyja, besta mamma Benjamíns og reyndar eina, uppáhalds unnusta Atla og að ég held líka sú eina í því hlutverki (annað kæmi mér allavega á óvart), eilífðar táningur, 100% ó-tískugúrú og almennur lífsgrínari.

Hvaða árstíð hentar þér best?

Ég elska sólahringsbirtuna á sumrin, ég elska líka þegar haustið kemur með fallegu litina sína, svo elska ég þegar allt verður hvítt af snjó um hávetur og ég get kveikt á kerti í myrkrinu og hver elskar ekki þegar vorið kemur með hlýnandi veður og meiri birtu? Þær henta mér allar langbest!

Hvað gerir þig hamingjusama?

Varúð, þessi verður væmin! Fjölskyldan mín gerir mig hamingjusama, ekkert flókið. Ég elska að ferðast, gera fallegt á heimilinu okkar og fara í rándýrt nudd með kampavín í annarri en ekkert af því færir mér alvöru hamingju án fjölskyldu og vina til að deila því með. Jú og Omaggio vasarnir auðvitað, þeir færa mér ómælda hamingju.

Hvað langar þig að eignast fyrir sumarið?

Mig langar, nei ég ÞARF uppblásinn einhyrning til að liggja í á vatni, á reyndar ekki sundlaug en ég þarf þennan uppblásna einhyrning. Í versta falli skelli ég honum út í garð og sit þar með kokteil í einni og selfie stick í hinni.

Uppáhalds app?

Snapchat for the win, ég er lang fyndnust þar.

Ertu með leynda hæfileika sem þú vilt segja okkur frá?

Ég geri mjög góðan mojito, mjög góðan! Er farið að skiljast á þessum tímapunkti að ég er að klára BS ritgerð og hef þess vegna vísað 3x í áfengisdrykkju?

Hvaða ráð gæfir þú sjálfri þér þegar þú varst 16 ára?

Úff, mig langar að segja mér svo margt! En, það fer þér alls ekki vel að vera með svona þykkan hvítan eyeliner á augnlokinu elskan mín. Og choker, er bara ekki fyrir þig og verður það aldrei. Þarf reyndar að gefa mér seinna ráðið aftur núna…

Hvaða 4 frægum einstaklingum myndir þú bjóða í matarboð og hvað væri í matinn?

Ricky Gervais, Tina Fey, Amy Poehler og Jerry Seinfeld, pöntum pizzu svo ég þurfi ekki að eyða tíma í eldhúsinu meðan ég gæti verið að hlæja með þeim.

   

Við bjóðum Oddný Silju velkomna í Króm-teymið og hlökkum til að lesa greinarnar hennar 🙂