Oddny Silja skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Oddný Silja – Jóla togstreitan!!

Ég hef tekið eftir ákveðnu trendi þessa dagana en það eru jólagjafa – óskalista blogg. Núna er kominn 16. nóvember og ekki seinna vænna en að senda út óskalistann minn fyrir jólin!

Fyrst ætla ég að segja nokkra hluti, það fylgir mínum færslum eins og þið vitið.

Það er alltaf svolítið væn togstreita í mér um jólin, ég elska nefnilega jólin, allt við jólin nema eitt. Jólastressið. Eftir nákvæma og vísindalega greiningu síðustu ár þá hef ég komist að því að þetta stress er nánast allt tengt jólagjafakaupum.

  1. Vera á réttum tíma. Einhvernveginn endar þetta kauphlaup nánast alltaf korter í jól, það er svo oft þessi síðasta gjöf eftir á þorláksmessu og maður endar hlaupandi niður laugarveginn, sveittur milli tánna til að finna hana.
  2. Passa að gefa þessum ekki ódýrari gjöf en hinum. Þannig að, við erum farin að mæla út ánægju gildi gjafa í 1000 köllum í staðinn fyrir að finna eitthvað sem hentar hverjum aðila og við höldum að munum gleðja hann. Mjög skrýtin pæling, eiginlega jafn skrýtin pæling og að mæla grömm af mat ofan í þig í hverri máltíð í staðinn fyrir að hlusta á líkamann hverju sinni. (Ekki aðdáandi danska kúrsins hér ss)
  3. Miðum okkur við aðra. Ég reyni eins og ég get en ég kemst ekki alltaf hjá því, mannleg, gölluð og allt það. Við skoðum óskalista annarra (eins og þennan til dæmis, það verður líklega allt tómt í operation hillunum eftir þessi jól) og fáum hugmyndir af hlutum sem við höfum aldrei haft og munum ekki hafa þörf fyrir heldur uppfyllir sennilega einungis þörf í gerviþarfa bankanum. Sá banki mun aldrei fyllast og aldrei gera okkur fullkomlega hamingjusöm jafnvel þótt hann veiti gleði í skamma stund. Svo eru fleiri “hlutir” en allir hlutirnir sem við verðum að eignast, við þurfum líka að taka flottustu jólamyndina fyrir instagram hjá atvinnuljósmyndara því það eru ALLIR að því, eiga flottasta jólatréð og svo ekki sé talað um jóladagatölin… Þau eru orðin þannig að hvern einasta dag í desember þykir orðið eðlilegt að fá gjöf til dæmis snyrtivörur. Það er kannski ekki skrýtið að sumir séu farnir að kvíða þessum “verðumaðeignastalltogmeiratil” tíma.
  4. Og kannski það versta, jólin eins yndisleg og þau eru, valda oft hvað mestu álagi og vanlíðan hjá alltof mörgum og stór ástæða er ofantalið. Áföll sem hafa dunið á rifjast upp um jólin, jafnvel hafa einstaklingar misst einhvern sér nákominn og sorgin yfirtekur í stað þess að þessi tími veiti gleði. Plús auðvitað skilnaðarbarna syndromið sem kikkar harkalega inn um hátíðarnar. Og hvað margir eiga einfaldlega ekki peninga til að halda upp á þessa hátíð á þeim kaliber sem miðað er við í dag. Skraut er dýrt, jólatré eru dýr, smjör og súkkulaði eru dýr innihaldsefni, jólamyndatökur hjá ljósmyndara eru dýrar, jólagjafir eru dýrar.

„Viltu þá ekki bara hætta að njóta jólanna fyrst þú ert svona mikið að kvarta trölli?“

Nei sko eins og ég sagði þetta er togstreita. Ég elska jólin jafn mikið og ég finn til með þeim sem upplifa þau öfugt. Ég vildi óska þess að allir væru jafn mikil jólabörn og ég.

Mér finnst við líka geta dregið aðeins úr nútíma gjafajóla áherslunum og tekið nokkur skref tilbaka. Gefum gjafir en tökum algjörlega út þessa pælingu „allir verða að fá fyrir 5 þúsund kr“, kaupum heldur eða búum til gjafir sem við höldum að geti glatt einstaklinginn sem á að fá gjöfina. Ef við eigum aflögu pening eða tíma um jólin eyðum í að gefa með okkur, til dæmis með því að setja gjöf undir tré í smáralind eða kringlunni eða kynnum okkur önnur hjálparverkefni.

Umfram allt reynum að vera þakklát ef við eigum allt til þess að njóta þessa tíma. Njótum eins mikið og við getum með fjölskyldunni og/eða vinum og reynum að halda neyslunni í eins miklu lágmarki og hægt er, það færir okkur meiri gleði að eyða tíma með þeim sem við elskum í að horfa á jólamynd en 40 þúsund króna jólaskreyting og Omaggio vasar í hverjum pakka.

 

Nú að aðal atriðinu, jólagjafa listinn minn! (viðeigandi samsetning hehe. he…)

 

Omaggio vasAR

Bara ef ég fæ 2 í pakka samt (djók!)

 

Operation

Mig hefur langað í þetta síðan ég var lítil auk þess er ég sannfærð um að verða betri hjúkrunarfræðingur fái ég þetta spil, þetta er í raun spurning um fagmannlegan vöxt og þroska frekar en allt annað

 

Ávísun fyrir pössun – Ávísun í matarboð með vinum

Nr 1,2 og 3 og eina raunverulega á þessum lista (fyrir utan operation, ég vil mjög mikið eignast það)! Fólk sem á börn skilur þessar ósk, þessa einlægu jóla (heilsárs) ósk – Auk þess sem matur og góður félagsskapur er það sem veitir mesta gleði og minnst stress á þessum lista. 

 

 

Gufugellan 

Ég lét undan öllum samfélagsöflum og keypti mér Bona moppuna, hún endaði á að skúra alls ekki sjálf og gólfin mín eru ekkert hreinni ásamt því að bila fljótlega. Með gufugellunni hinsvegar, ég finn á mér að húsið yrði hreinna sjálfkrafa bara við að eignast þessa galdragræju! Hún er samt dýr, ég held ég safni mér bara fyrir henni sjálf.

 

Samstæð náttföt fyrir alla í fjölskyldunni

Ég er svo á snapchat fyrir áhugasama : oddnysilja