Oddny Silja skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Oddý Silja – Mjólkurlaus vanillukaka sem breytir lífum

Jæja kannski ekki lífi þínu en í versta falli sameinar hún fjölskyldur, svo góð er hún!

Drengurinn minn er með mjólkurofnæmi og ég hef því þurft að aðlaga margar uppskriftir að því. Það er reyndar mjög lítið mál í dag, úrvalið af mjólkur staðgenglum er orðið svo gott og ég hef mjög oft þakkað fyrir það frá því hann fæddist þar sem þetta gæti verið mun meira maus annars.

Hér er vanillukaka sem hægt er að nota í botn á hverskyns köku sem hugurinn girnist þann daginn. Hún er dúnmjúk og mætti halda að Betty Crocker hefði haft eitthvað að gera með hana, sem hún gerir ekki!

Uppskrift

  • 1/2 bolli smjörlíki
  • 1 bolli sykur
  • 3 egg (má nota hörfræja-egg í staðinn)
  • 2 bollar hveiti
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  •  bolli súrmjólk (ég notaði oatly)
  • 2 tsk vanilludropar eða innan úr 1 vanillustöng

Aðferð : Hitið ofninn á 180. Byrjið á að hræra saman sykur og mjúkt smjörlíki, því næst eggin út í þangað til hræran er orðin ljós og létt.  Næst öll þurrefni og enda á súrmjólkinni. Bakist í 20-25 mín.

Krem

Betty crocker vanillukrem. (Sko, ég sagði að hún hefði ekki komið nálægt kökunni, talaði ekkert um kremið!)

 

Byrja á að pota í kremið og stela jarðaberjum, atvinnusmakkari hér á ferð

 

Það er ekki áfellisdómur á kökuna að hann vildi bara jarðaberin, hann er bara svona vel upp alinn…

 

 

 

Oddný Silja

Ég er svo á snapchat fyrir áhugasama : oddnysilja