Oddny Silja skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Oddný Silja – Smoothie óléttu konunnar

Smoothie óléttu konunnar

Já já, hlaut að koma að því að ég hendi í ykkur einni rjúkandi heitri uppskrift! (Reyndar ísköld en þið fattið).

Mataruppskrift er í raun það eina sem ég á eftir að setja hingað inn til að uppfylla kröfur lífstíls bloggara / áhrifavalds og lífskúnstner.

Uppskriftin er engri lík og til þess ætluð að losa um hvers kyns meltingarstíflur sem þið eruð að upplifa. Enda er hun notuð óspart á þessu heimili svona síðustu meðgöngu metrana.

Galdurinn við uppskriftina svo hun sé hvað áhrifaríkust er að sturta í sig einum rót sterkum svörtum kaffi og 2x sígó áður en þið drekkið hann og þá ætti þetta að skot ganga. ÉG ER AÐ DJÓKA!

Auðvitað leysir drykkurinn ekki öll hægða vandamál heimsins en undirritaðri hefur fundist gott að byrja stíflu daga á einum svona. (Ég bið því góðfúslega um að enginn fari í mál við mig þótt engar skili sér hægðirnar eftir þennan dásemdar sjeik, þá er frekar ráð að panta tima hja lækni en lögfræðing.)

Annars er þetta bara svo assgoti góður sjeik/ís/næskrím að ég vildi deila með fleirum en mér, stífluðum og óstífluðum.

Nú þið eruð orðin spennt fyrir uppskrift eg veit, hér kemur hún.

Fyrst skaltu byrja á að fá þér vatnsglas, vatn er lífsins auðlind og nauðsynleg fyrir frambærilega meltingu.

Næst er að draga fram blandarann, helst kitchen aid eða Ittala auðvitað.

 

1 frosinn banani

1/2 frosin (eða ekki frosin) pera

1 tsk kakó

1 mtsk möluð hörfræ

1 tsk chia fræ

1 dl kókos mjólk (þessi í fernu, ekki í dós)

Nokkrir klakar fyrir extra þykkan og djúsi næskrím, sleppa ef þið hafið engan tíma til að njóta.

Hér má sjá kraftaverka blönduna í allri sinni dýrð, umvafin hönnunarvörum af bestu gerð. Mikilvægt þegar teknar eru myndir fyrir falleg blogg

 

Njóta á ferð og flugi eða njóta í rólegheitum, bæði er ásættanlegt.

Bíða í klt og svo hlaupa á klósettið! (Ókei ég viðurkenni fúslega þetta hefur engin stólpípuáhrif en fínustu áhrif þrátt fyrir allt)

Þegar þú kemur af klósettinu er ég svo til í komment hérna undir hvernig gekk, ég hef voðalega mikinn áhuga à þvi hvernig fólki almennt gengur á klósettinu enda bráðum fagmenntaður hægðalosunar-sérfræðingur… eða hjúkrunarfræðingur sem er mun faglegra orð.

Oddný Silja

Ég er svo á snapchat fyrir áhugasama : oddnysilja