Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Oddný Silja – Það eru til tvær tegundir af fólki

Fólk sem elskar snjó

Fólk eins og ég

OG

Fólk sem hatar snjó

Nú ætla ég að útlista afhverju það er röng skoðun að hata snjó.

Hvernig er hægt að hata þetta?

(Nema fyrir þá sem eru í fallhættu, eldri borgarar og þà sem nota hjálpartæki, þá skil ég 100% enda getur snjórinn hjà þeim valdið einangrun og erfiðleikum við einföldustu verkefni, þau mega í fullum rétti hata snjóinn).

Hvernig er nöldur það fyrsta sem einhverjum dettur í hug þegar allt lítur svona út?

 

1. Það er frábær skemmtun að skafa, hljóðið er svo skemmtilegt og það er svo gaman að sjá út um rúðuna þegar maður keyrir um götur bæjarins.

2. Að moka er líka frábær skemmtun! Og svo ég tali ekki um 100% ókeypis líkamsrækt

3. Birtan sem kemur á þessum oft dimmasta tíma er hreint út sagt upplyftandi fyrir okkur í myrkralandi

4. Jóla stemmingin sem myndast, meir að segja mestu tröllarnir finna örlitla jólabráðnun í hjartanu þegar allt verður hvítt

5. Snjóþotur, náttúrulegir rússíbanar á hverju strái hérna á Íslandi.

6. Loksins kominn skíðatími

7. Snjóhús, bæði að byggja og vera inní þeim er gaman

8. Snjó kallar, hver elskar ekki snjókalla?

9. Heitt kakó í snjóhúsi fyrir þá allra duglegustu

10. Allir mega leika sér, það er ekki hallærislegt að vera 30 ára að renna sér í brekkunum með krökkunum, trúið mér ég hef reynslu.

11. Koma inn úr snjó, best í heimi

12. Við getum talað um snjó og ekki pólitík, enda raunverulega skemmtilegast að tala um veður í staðinn fyrir Panama skjöl

Kveðja, snjóelskandinn