Íris Tara skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Oddný Silja – Þessi klassíska um lágvaxna ferðalanga

Ég veit hvað þið eruð að hugsa og nei eg er ekki að tala um dverga heldur börn. Það er þetta klassíska, ferða færsla um ferðalög og börn. Ég hef allavega rekið augun í eina til hundraðogtvær síðustu vikur.
En þessi verður öðruvísi, ég ætla ekki að gefa eitt einasta ráð í þessari færslu enda veit ég ekkert um það hvernig er best að ferðast með lítil börn sem ég á ekki sjálf og sömuleiðis veit ekki hvernig þið hagið ykkar ferðalögum ( hafið samt ekki áhyggjur því ef þið vilduð ráð um hvernig er best að pakka barnasólarvörn 170 spf fyrir íslensk næpubörn í sem minnstum brúsa, sérstökum ferðableyjum og hvernig á að smygla primus inn í flugvélina þá eru allavega 102 svoleiðis færslur til ). Þessi verður bara létt og laggott á persónulegu nótunum svona eins og ég hef þær vanalega. Við fórum semsagt í ferðalag ótrúlegt en satt svona um hásumar!


Við byrjuðum á Berlín þar sem við fórum á tónleika (arcade fire ég legg ekki meira á ykkur!) og fengum pössun fyrir Benjamín á meðan enda búum við svo vel að eiga vini í Berlín sem eiga bæði barn og barnapíu.
Svo héldum við í útilegu í Skagafirði beint í kjölfarið.
Við ræddum það hvort við ættum að reyna fá pössun fyrir Benjamín og skjótast í 3 daga, taka hið fræga foreldrafrí alla leið. En vorum bæði á því að vilja hafa gorminn með enda erum við algjörar klessur sem líður best saman, í einhverri klessu sama svosem hvar hún er. Að taka barn með í ferðalag : Erfiðara en að taka ekki barn með í ferðalag. Allt er samt betra í klessu þannig það er mun betra en að taka ekki barn með í ferðalag.
Að vísu, ég tók færri Instagram myndir sem ég vissulega kenni Benjamín um og finnst að hann ætti að skammast sín! (lesist í 100% kaldhæðni svo ekkert fari á milli mála kæru lesendur) En það var kannski einmitt málið, hvað fá börnin útúr öllum þessum ferðalögum, jafnvel 1 árs litlir orkuboltar, og við að fara öll saman? SAMVERA Símarnir eyddu mestum tíma af sínu ferðalagi batterís og sambands lausir.
Og jú kannski er það dapurleg staðreynd að það þurfi ferðalög til að veita hvort öðru þessa fullkomnu athygli en á móti kemur það eru allir í fríi og hafa loksins tímann sem við erum öll alltaf að keppast við í daglega bransanum. Við höfðum bara meiri tíma til að knúsast og leika og hlaupa (Benjamín sá um það í útilegunni, fyrir alla) og borða góðan mat. Ég mæli í rauninni ekki með neinu nema gera það sem hentar hverjum og einum best. Eins og þetta hentaði okkur best. Vonandi eru allir að eiga jafn sólríkt ( hehe. He…) og ánægjulegt ( í alvöru ) sumar og við fjölskyldan!

Þangað til næst

Oddný