Ertu alltaf með sama meðlætið? Málinu er reddað… Þessar eru sko algjört nammi !
Strengjabaunafranskar
- 500 gr af grænum strengjabaunum
- 1 bolli hveiti
- 1 egg
- 1/2 bolli mjólk
- 2 bollar brauðrasp
- 2 teskeiðar hvítlauksduft
- 2 teskeiðar papriku krydd
- 1 teskeið laukduft
- Salt
- Pipar
Hreinsið baunirnar og skerið endana af
Sjóðið vatn í potti, þegar vatnið er farið að sjóða lækkið þá hitann og setjið baunirnar út í, leyfið þeim að sjóða í 3 mínútur.
Þegar baunirnar hafa verið í suðu í 3 mínútur takið þær þá af og setjið í skál fulla af köldu vatni
Setjið 3 diska á borðið. Í fyrsta skal setja hveiti, hvítlauksdugt, laukduft, paprikukrydd og smá salt og pipar. Í disk númer 2 skal setja, mjólk, egg og smá salt, í þann síðasta skal svo setja brauðrasp og smá salt og pipar.
Takiði nokkrar baunir í einu og byrjið á því að hrista af þeim mesta vatnið, því næst skuluð þið velta þeim upp úr hveiti, þaðan í eggjablöndinuna, notið síðan gaffal til þess að taka baunirnar úr eggjablöndunni og yfir í brauðraspið.
Passið að velta þeim vel upp úr blöndunni
Það er best að nota djúpsteikingarpott til að steikja baunirnar en ef það er ekki fyrir hendi er ekkert mál að hita olíu vel á pönnu/pott og djúpsteikja á gamla góða mátan.
Það er einstaklega gott að bera þær fram með hunangssósu.
Kveðja
KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR