Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Ofnbakað sætkartöflusnakk og hvítlauksdýfa!

Okkur finnst skemmtilegt að finna hollari útgáfur af því sem okkur þykir gott. Ekki skemmir ef hráefnin eru ekki mörg og uppskriftin auðveld !

Í sætkartöflusnakkið þarf sætakartöflu, olíu og krydd að eigin vali.

Gott er að nota td.

Salt og pipar

papriku

bbq

karrý

Hvítlauk

Einnig er gott að bera snakkið fram með einhverskonar ídýfu en hér að neðan er uppskrift að einni slíkri

Sætkartöflusnakk

Skerið kartöfluna í örþunnar sneiðar

Veltið því næst sneiðunum upp út olíu og stráið yfir ykkar uppáhalds kryddum eða kryddblöndu

Raðið þeim þannig að það sé smá bil á milli svo þær eldist jafnt. Bakið í um 50 mín en snúið þeim við eftir helming af tímanum. Bakið við 140 gráður.

Leyfið þeim að kólna og berið síðan fram

Hægt er að bera sætkartöflusnakkið fram eitt og sér eða með dýfu.

Hvítlauksdýfa-

1/2 bolli Majones, 1 matskeið kóríander, 1 teskeið smátt saxaður hvítlaukur, 1 teskeið ferskur sítrónusafi, 2 teskeiðar eplaedik og smakkið til með salti. Hrærið vel saman.

Sjá meira HÉR og HÉR

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR