Ofurfæða sem auðvelt er að setja inn í daglega rútínu!

Ofurfæði er skilgreining á mat sem hefur óvenju hátt næringargildi.

Chia fræ eru ofurfæði, stútfullt af omega 3 fitusýrum og mjög orkugefandi einfalt að útbúa chia grauta eða setja með í  hafragrautinn.  Chia fræin soga í sig níufalda þyngd sína af vatni sem hjálpar mikið til við að viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum.

10

Spirulina Inniheldur meira af próteinum en nokkur önnur fæða í heiminum, inniheldur á bilinu 55-65% prótein. Spirulina inniheldur einnig mikið magn Cla og Omega 6. Cla hjálpar til við að bæla niður bólgur í líkamanum og hjálpar líkamanum að endurnýja sig.  Hægt er að fá Spirulina í töflu- og duftformi, duft út í blandaran eða einfaldlega vatn

benefits-of-spirulina-for-skin

Goji ber/úlfaber  Hafa verið notuð í gegnum aldirnar í austurlenskum lækningum. Goji berin innihalda 18 mismunandi aminósýrur, þar af allar 8 lífsnauðsynlegar. 21 snefilefni og B1, B2, B6 og E vítamín. Algengast eru berin þurrkuð en líka er verið að selja þau í formi djúsa o.fl. Sérfræðingar ráðleggja fólki að taka inn um 5 grömm af úlfaberjum á dag, gott að leggja í bleyti.

download

Býflugna afurðir  Hunang Lífrænt og hrátt, er ríkt af steinefnum, andoxunarefnum, góðum gerlum. Hunang inniheldur eitt mesta magn af lifandi ensímun sem hægt er að neyta. Ef melting þín höndlar illa sætuefni þá er hunangið líklegast best. Hunang er hægt að nota í  bakstur, á hrökkbrauðið, út í boostið og margt fleira.

hony

Aloe vera Eitt næringarríkasta grænmeti heimsins. Laufin innihalda A,C, E, Kalsínu, magnesínu, zink, selenium, krómíum, andoxunarefni, trefjar, amínósýrur og ensím.

Aloe

Kakó / hrátt súkkulaði hjálpar líkamanum að vinna betur úr öllu sem þú borðar með því. Kakó eða hrátt súkkulaði kemur innan úr hnetu og er fullt af næringarefnum og steinefnum. Hrátt kakó inniheldur 340% af ráðlögðum dagsskamti af járni. Kakó er einnig mjög öflugt andoxunarefni, mjög hátt í krómi og magnesíum. Einnig inniheldur kakó Omega 6.  Kako er gott eitt og sér.  Einnig er  hægt að gera avókadó súkkulaðimús,  það eru endalausir möguleikar til að nota kakó.

kakobaun

Dökk grænt grænmeti  og ber  Dæmi um grænmeti sem er súper hollt er spínat, grænkál, brokkolí svo eitthvað sé nefnt. Dökkt grænmeti hefur háa andoxunarhæfni og  inniheldur prótein, beta-karótín, vítamín eins og fólinsýru og A vítamín og steinefni á borð við járn og kalk. Grænmeti sér líkamanum fyrir góðum skammti af trefjum sem hefur verið sýnt fram á að hraði  ferli matar gegnum meltingarveginn og hjálpar til við að draga úr kólesteróli.

dark-green-leafy-vegetables-elena-elisseeva

Ber skora hvað hæst í ORAC gildum og eru bláber þar framarlega í flokki.

About_berries

Kókosolía: Sannkölluð ofurfæða í kókosolíu er  einstök samsetning fitusýra hennar getur haft mikil og góð áhrif á heilsu og má þar nefna þyngdarstjórnun, bætta heilastarfsemi, hjarta og æðasjúkdóma ofl.

virgin-coconutoil

Þetta er ekki tæmandi listi yfir ofurfæðu.

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR