Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Ís og súkkulaði fyrir þá sem vilja forðast sykur

 

“Jarðaberjaís”
2-3 bollar frosin jarðarber
1/2 bolli klakar
1 peli rjómi(ég nota laktósafrían)
3 msk sukrin melis
15 dropar vanillustevia Via Health, eða eftir smekk.
Aðferð:
Öllu blandað saman í blender,
kókosmjöli dreift yfir í lokin og borðað með bestu lyst.
p.s. þeir sem vilja geta sett 1-2 msk af hnetusmjöri og 2 msk kókosmjöl saman við og þá
erum við komin með þennan fína bragðaref
sukkfudge
“Súkkulaðifudge”
150 g mjúk kókosolía
1/2 tsk vanilla
30 g kakó sykurlaust
30 g Sukrin Melis
10 dr Stevía Via Health t.d. vanillu eða karamellu
1/4 tsk kanell
1 msk hnetusmjör eða 2 msk kókosmjöl
( má sleppa eða setja hnetur eða eitthvað annað út í að eigin vali)
Aðferð:
Hrærið saman þar til allt hefur blandast vel saman, hellið í form, ágætt að nota silikon eða setja plastfilmu í botninn á álformi. Kælið í ískáp í 1-2 klst, skerið niður í bita og laumist í einn og einn með kaffinu.
sukkul 2
Kveðja
María Krista
María Krista Hreiðarsdóttir : bloggari