Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Pirrandi nágrannar sem ofskreyta fyrir jólin

Jólaljós Jólaljós og fleiri pirrandi jólaljós

Ég bara verð að deila þessu með ykkur þar sem ég fékk þokkalegt hláturskast þegar vinkona mín hringdi í mig ógeðslega pirruð… eiginlega alveg brjáluð.

Þessi vinkona mín er annars mjög yfirveguð og hress og er nú ekkert mikið að láta hlutina fara í taugarnar á sér.

Hún býr í einbýlishúsagötu í Reykjavík og fyrr á árinu fékk hún nýja nágranna þegar fjölskylda flutti í húsið við hliðina á henni.  Og fram að þessu hefur allt gengið vel fyrir utan einhverjar pirrandi framvkæmdir í sumar… en fylgir það ekki bara.

Ég fékk semsagt símtal frá henni sem hljómaði svona:

Hún: Erna ertu ekki að djóka ég get ekki búið heima hjá mér ég er að bilast á nágrönnunum megum við flytja heim til þín fram í janúar.

Ég : UUUU nei helst ekki hvað er málið?

Málið er að nýju nágrannarnir eru skreytinga óðir og búir að skreyta allt húsið að utan grindverkin og nánast öll tréin í garðinum með blikkandi lita-ljósaseríum.  Það er ekki allt það eru líka allskonar upplýstar fígúrur í garðinum jólasveinn, snjókall, hreindýr og eitthvað fleira.

Hvað er til ráða þegar heimilið þitt blikkar í rauðu, grænu og bláu allan sólahringinn út frá seríum nágrannans og ekki nóg með það heldur eru allskonar upplýstar fígúrur að stara á þig í gegn um gluggann  úr garði nágrannans.

Ég sagði henni að hún yrði  bara að kyssa blikkandi börnin sín og kallinn góða nótt og telja upp á 10 🙂

En ætli það séu einhverjar reglur varðandi upplýsta garða fyrir jólin má vera kveikt allan sólahringinn