Planta vikunnar “Pancake plant eða Chinese Money plant “er efst á vinsældarlistanum

Pilea peperomioides  eða blettaskytta er skemmtileg tegund með sín formfögru laufblöð. Þetta er sígræn tegund frá Kína, laufblöðin eru kringlótt og verða allt að 10 cm í þvermál, mött og dökkræn.

1282b013236964daa8ed40eb2f78551b
Blaðstilkur er langur, sívalur og myndar ljósan blett þar sem stilkur og blaðka mætast. Blaðstilkar sitja þétt á stuttum greinóttum stöngli.

d529cbe4f2bcb8e51f8c3e8b687281f4

Staðsetning
Pilea peperomioides  þrífst best á björtum stað en þolir ekki beina sól. Mögulega þarf að snúa henni þar sem hún á það til að beina blöðum sínum í átt að birtunni.

Hita – og rakastig
Stofuhiti hentar tegundinni vel (18-24°C), hún þolir ekki hitastig undir 16°C. Varðandi rakastig þá þarf hún meðal loftraka, hentar kannski ekki upp við ofn, þar gæti orðið of þurrt.

Vökvun og næring
Best er að halda pottamoldinni jafnrakri og áburðargjöf með fjórðu hverri vökvun á vaxtartíma líkar henni vel.

6b6e07cb0d9cfafe235f229922742da86b6e07cb0d9cfafe235f229922742da8

1730111708268dde3b81a2b36e73e1d8

b8087f143c2af61ced8f647bed914804

dd3be3e6cb24acb4f55ccf70b470148a

e2c5be327c152ba753268a8121ef4ea4

Annað
Á ensku gengur blettaskytta undir heitunum Chinese Money plant, Chinese Dollar plant, Chinese Missionery plant,  Pancake plant.

krom215