Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tæki & Tækni.

Pokémon GO nú aðgengilegur á Íslandi!

Á vefsíðu Nörd Norðursins er sagt frá því að leikurinn  Pokémon Go sé nú aðgengilegur á Íslandi.

Nú geta íslenskir notendur sótt sér Pokémon GO leikinn með hefðbundinni leið í gegnum Google Play eða App Store. Leikurinn hefur verið að slá í gegn undanfarna daga í Bandaríkjunum og Ástralíu en útgáfu í Evrópu og víðar var frestað tímabundið vegna of mikils álags á netþjónum sem tegnjast leiknum.

download (1)

 

Pokémon GO er gagnaukinn veruleikaleikur (AR, eða augmented reality) sem þýðir að leikurinn bætir leikjahlutum við raunveruleikann. Í leiknum þurfa spilarar að komast á milli staða í raunveruleikanum til að fanga og rækta Pokémona (ekki ólíkt Ingress). Leikurinn er eitt heitasta umræðuefnið í netheimum í dag enda hefur leikurinn náð miklum vinsældum og hafa margar milljónir notenda nú þegar sótt leikinn.

download (2)

Sjá áhugavert myndband og frétt á vef Nörd Norðursins HÉR 

krom215