Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Próteinríkur morgunverður getur komið í veg fyrir að þú borðir yfir þig seinna um daginn – Eggjaköku-uppskriftir

Við vitum öll að morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins. En hvað þú lætur ofan í þig skiptir öllu máli.

Í nýrri rannsókn segir að ef þú færð þér morgunmat sem er ríkur af próteini þá dregur þú úr hungri yfir daginn.

Niðurstaðan:

Með því að mæla boð frá heilanum komust vísindamenn að því að þeir sem borða próteinríkan morgunverð sýndu minni merki um löngun í mat yfir daginn. Þetta þýðir að próteinríkur morgunverður dregur verulega úr því að þú sért að narta fyrir hádegi.

Hvort sem það er prótein stykki, kaldur kjúklingur frá kvöldinu áður eða nokkrar auka eggjahvítur í ommilettuna að þá eru margar leiðir til að bæta próteini í morgunverðinn.

Hafðu þetta bak við eyrað  þegar þú ákveður hvað þú ætlar að fá þér í morgunverð. 

Hérna eru nokkrar girnilegar eggjaköku-uppskriftir

Eggjakaka með kotasælu og mosarella

Uppskrift fyrir 2
4 egg
3 kúfaðar matskeiðar kotasæla
3 kjúklinga skinku sneiðar
Krydd t.d paprika, herbamare, steinselja
Smá mosarella
1 tómatur
Smá olía til steikingar

Eggin brotin í skál og kotasæla hrærð saman við
Skinkan skorin í litla bita og sett út í eggin
Allt sett á heita pönnu og kryddaðað smekk
Hitinn fljótt lækkaður og eggjakakan látin „taka sig“ á lágum hita

Mosarella skorinn í sneiðar og settur út á kökuna undir lokin ásamt tómatsneiðum.

Þegar tilbúið krydda með steinselju.

 

Auðveld eggjakaka

3.egg – pískuð
1 tómatur
1/2 lítil paprika
2 lúkur spínat
1/2 lúka rifinn ostur
1 msk kókosolía (ég nota bragð- og lyktarlausa frá Himneskri Hollustu)
Dass sjávarsalt (ég nota frá Saltverk)

 Settu 1/2 msk af kókosolíu á non-stick pönnu.
Skerðu tómatana og paprikuna í teninga (þeir sem eru hrifnir að lauk geta bætt honum við hér). Setjið á pönnuna og stráið dass af sjávarsalti yfir. Hitið þetta vel og bætið síðan spínatinu útá .. hér er ykkar að meta hversu vel þið viljið hafa grænmetið eldað en mér persónulega finnst ekki gott þegar paprikan er orðin mjög mjúk.
Takið grænmetið af pönnunni og setjið í skál.
Setjið restina af kókosolíunni á pönnuna og hellið svo hrærðu eggjunum á pönnuna þannig að þau hylji hana alla.
Snúið ommilettunni, stráið ostinum yfir og setjið grænmetið á annan helminginn. Þegar ommilettan er tilbúin þá lokið þið grænmetið inní í einskonar hálfmána.
Takið af pönnunni og njótið vel.

 

Eggjakaka með twisti.
2 egg. (1 venjulegt og 1 bara eggjahvíta)
Dass af léttmjólk
Salt&pipar
Þetta pískað saman.
Grænmeti.
Agúrka
Paprika
Kirsuberjatómatar
Rauðlaukur.
Steikt á pönnu í smá stund upp úr olíu kryddað með salti&pipar. Síðan er eggjablöndunni hellt út á og látið malla í nokkrar mínútur þar til óhætt verður að snúa kökunni. Á milli setti ég handfylli af klettasalati og ég átti ekki venjulega ost og setti því 1/2 msk. af léttum rjómaost.
Lét vera á pönnunni í um það bil þrjár mínútur.
Borið fram klettasalati og kirsuberjatómötum.

 

 

Ofnbökuð eggjakaka með parmaskinku

400 gr forsoðnar kartöflur, skornar í sneiðar
2 msk ólífuolía
1 rauðlaukur, saxaður
70 gr parmaskinka, klippt í litlar sneiðar
100 gr spínat
basilbúnt, saxað
200 gr plómutómatar, skornir í sneiðar
1 rauð paprika, skorin
fetaostur, hreinn
5 egg
1/2 bolli matreiðslurjómi
2 hvítlauksrif, pressuð
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
1/4 rifinn ostur

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 200°C.
  2. Steikið lauk við meðalhita í 3 mínútur. Bætið parmaskinkunni útí og steikið í aðrar 3 mínútur eða þar til parmaskinkan er orðin gyllt. Bætið þá útí spínati og steikið þar til spínatið er orðið mjúkt.
  3. Blandið saman laukblöndunni, tómötum, basil og papriku. Raðið helmingnum af kartöflunum í ofnfast mót. Hellið laukblöndunni yfir. Dreifið fetaosti yfir. Endurtakið með afganginum af kartöflunum og laukblöndunni.
  4. Léttþeytið egg og rjóma saman í skál. Bætið hvítlauknum útí. Hellið blöndunni yfir ofnfasta mótið. Stráið osti og parmesan yfir. Bakið í 30-35 mínútum eða þar til eggin eru fullelduð. Látið standa í 5 mínútur.

 

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR