Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Rúnar Eff –  Eurovision er rosa fínn stökkpallur fyrir tónlistarfólk og lagahöfunda

Rúnar Eff Rúnarsson er einn af þeim sem tekur þátt í undankeppni Eurovision.  Hann er hæfileikaríkur og flytur sitt eigið lag og texta í keppninni.

Við heyrðum í Rúnari og fengum hann til að svara nokkrum spurningum.

Hvað lýsir þér best?

Ætli orðið “kátur” eigi ekki bara ansi vel við

Uppáhalds Eurovision-lagið?

Hold me now – Johnny Logan (Írland 1987)

Var það draumurinn að taka þátt í Eurovision?

Já held það sé allt í lagi að segja það,  mig hefur lengi langað að taka þátt, þetta er rosa fínn stökkpallur fyrir tónlistarfólk og lagahöfunda. Og svo er þetta öruglega rosa gaman líka

Áttu þér fyrirmyndir þegar kemur að tónlist ?

Já ég hef alltaf verið mikill Elvis Aðdáandi sem og Kiss aðdáandi, lýsir kannski tónlistarsmekk mínum ágætlega “Alæta” Núna eru “James Bay og Chris Stapleton” í miklu uppáhaldi.

Hvað gerir þú til að halda þér í góðu jafnvægi?

Eyða tíma með fjölskyldunni og spila Íshokkí

Nefndu þrjá hluti sem þú getur ekki verið án?

Gítarinn, Síminn, kaffivélin

Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt?

Hreimur vinur minn sýndi mér myndband umdaginn sem ég get ekki hætt að hlægja af, það heitir “SEAGULLS! (Stop It Now)” — A Bad Lip Reading of The Empire Strikes Back

Hvað verður fyrir valinu ef þú vilt tríta þig vel?

Nautakjöt í aðalrétt og eitthvað sem inniheldur rjóma í eftirrétt

Ef þér stæði til boða að flytja erlendis hvert myndir þú vilja flytja og af hverju?

Canada, Ég bjó þar og spilaði íshokkí þegar ég var 18 ára og kunni afar vel við mig.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár?

Ætli ég verði ekki bara ennþá á fullu að brasa við músík, það vona ég allavega.

Og að lokum, hvaða 3 frægum einstaklingum myndir þú bjóða í mat og hvað myndir þú elda?

Chris stapleton, James Bay og Wayne Gretsky, og ætli ég myndi ekki bjóða uppá kjúklingalundir í karry, hefur ekki enn tekist að klúðra þeim rétti

Takk fyrir spjallið og gangi þér vel.