Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Sætkartöflu súpa með karrý og kókos

Þessi holla og góða súpa er tilvalin kvöldmatur. Einnig er hægt að frysta hana og geyma til að taka með sér í hádegismat eða til að eiga fyrir önnur góð kvöld. Til að gera hana matarmeiri er hægt að bæta við hana kjúkling eða rækjum, mælum svo með að bera hana fram með einhverju hrikalega góðu brauði.

Hráefni:

 • 2 matskeiðar kókoshnetuolía
 • 1 laukur skorin smátt
 • 4 hvítlauksgeirar skornir
 • 4 teskeiðar engifer, smátt skorið
 • 4 teskeiðar sítrónugras, smátt skorið
 • 5 bollar kjúklingasoð
 • 2 stórar sætkartöflur, skornar í bita
 • 2 venjulegar kartöflur skornar i bita
 • 3 stórar gulrætur, skornar í bita
 • 2 matskeiðar púðursykur
 • 1 teskeið coriander
 • 1 teskeið garam masala td. frá pottagöldrum
 • 1-2 teskeiðar karrýduft
 • 1 teskeið sjávarsalt
 • ¼ teskeið svartur pipar
 • 1 dós af kókosmjólk

Til að toppa með:

 • Grísk jógurt
 • 1 matskeið mjólk
 • kóríander

Leiðbeiningar:

 1. Bræðið kókoshnetu ólíuna í potti
 2. Bætið við lauk og hrærið i 5 min bætið þar næst við hvítlauk og engifer hrærið i 1 mínútu til viðbótar
 3. Setjið í pottin kjúklingasoð og restina af hráefnunum fyrir utan kókosmjólkina. Náið suðu og lækkið síðan aðeins hitann. Leyfið að sjóða í 25 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt.
 4. Bætið síðan við kókósmjólk og hrærið. Leyfið súpunni að kólna aðeins og setjið hana svo í blandara og blandið vel. Einnig er sniðugt að nota töfrasprota.
 5. Til að toppa súpuna, blandið þá saman gr´sikri jógurt, mjólk og smá salti. Hrærið vel saman
 6. Setjið súpuna í diska og setjið smá af grískujógurtblönduni ofan á. Einnig er æðislegt að setja kóríander.

 

Sjá meira HÉR

Kveðja

 KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

   10255681_511039629002398_3516793592705616878_n