Saltkjöt og baunir í gær?  – Hér eru nokkrir vatnslosandi drykkir

Hvernig losum við okkur við bjúg ?

Grænt te – er  andoxandi, vatnslosandi og orkugefandi

Kraftmikill og vatnslosandi drykkur 

Uppskrift:
1 bolli vatnsmelóna 
smá sítronusafi 
safi úr ferskum engifer 1 cm 
1 glas lífrænn eplasafi eða 2 epli pressuð 
1 msk Dr. Gillian hampfræ 
1 msk hörfræolía 

Þeytið öllu vel saman í mixer. Kraftmikill og vatnslosandi heilsudrykkur

Uppskrift frá Lifandi markaði.

Lemon_and_ginger_drink

Engiferdrykkur

Uppskrift:
200-400gr. fersk engiferrót
2 lítrar af vatni
Safi úr 2 límónum
hlynsýróp eða agave sýróp

Aðferð:
Afhýddu engiferið, rífðu það niður eða skerðu í litla bita og settu það saman við vatnið í potti.
Láttu suðuna koma upp og leyfðu vatninu að malla í 4 mínútur. Slökktu svo undir hellunni, settu lokið á og leyfðu vatninu að standa í sólarhring.
Sigtaðu vatnið til að skilja engifer agnirnar frá.
Settu límónusafann útí og bragðbættu með sýrópinu.
Hrærðu vel saman.
Berðu fram heitt eða kalt.

 Þessi drykkur styrkir m.a. ónæmiskerfið, eykur brennslu og er vatnslosandi að auki! – Uppskrift frá transform.is

Birkisafinn er afar vatnslosandi, þetta er mild jurt sem ertir ekki nýrun og er einstaklega virk gegn bjúg. Birkisafi hefur áhrif á blóðþrýsting, jafnar blóðflæði og getur dregið úr álagi á nýrun. Birkisafinn fæst í heilsubúðum.

tunfifll_naermynd

Vatnslosandi te

2 msk þurrkuð túnfíflablöð eða brenninetlublöð

2 msk þurrkuð birkiblöð

Jurtirnar eru settar í 750ml hitabrúsa og sjóðandi vatni hellt yfir. Síið jurtirnar frá þegar hellt er í bolla en setjið þær svo aftur í hitabrúsann og látið liggja í allan daginn. Drekkið einn hitabrúsa á dag.

Hvar fæst þetta?

Birkiblöð, túnfíflablöð, fjallagrös og brenninetlu te er hægt að kaupa í lausu (ekki nota tepoka) og túnfíflarót (Dandelion root) í hylkjum í heilsubúðum og heilsuhornum stórmarkaða. Einnig fást sumar af þessum jurtum sem safar sem getur hentað sumum betur. Ég framleiði tinktúrurnar „Fjallagrös og fíflarót“ fyrir meltinguna og „Fíflablöð og birki“ sem er vatnslosandi undir vörumerkinu Anna Rósa grasalæknir en þær fást bæði í apótekum og heilsubúðum.

Anna Rósa grasalæknir sjá HÉR 

water-06

Svo er bara að muna að drekka nóg af vatni !