Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Afgangar frá jólum nýttir = Samloka í grilli – Lúxus útgáfa

Hver borðaði ekki samloku í grilli í tíma og ótíma og unglingsárum ? Allaveganna var það mjög vinsælt hjá mér. Ég hinsvegar hef ekki verið mikið að grilla mér samlokur svona nýlega, þangað til að ég fann uppskrift að alveg gurmet samloku !!

Tilvalið að nýta afgangana,

Samloka með gráðosti, Camenbert, reyktri skinku og ferskju marmeðlaði  !

1. Smyrjið brauðsneiðarnar með marmelaði mér finnst ferskju best en það er hægt að nota líka bara það sem til er.

2.Skerið niður gráðost og Camenbert, einnig hægt að nota Höfðingja eða hvaða ost sem ykkur finnst bestur

3. Setjið síðan reykta skinku, hugsa að það væri líka mjög gott að nota afganga frá kvöldinu áður td.kalkún eða hamborgarhrygg

4. Grillið í samlokugrilli, ofni eða á pönnu.

Uppskrift og myndir fékk ég  – HÉR

*Íris Tara

KRÓM

                                                                          

 Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR