Sara Linneth skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Sara Linneth – Augabrúna-og augnhára vörur sem koma á óvart

Ég er mikill áhugamaður um fallegar augabrúnir og finnst alveg einstaklega skemmtilegt að prufa nýja maskara. Ég er mjög smámunasöm þegar það kemur að möskurum og er búin að vera að nota sama maskarann meira og minna síðastliðin  þrjú ár, þrátt fyrir að vera dugleg að prufa nýja.

Mig langar að deila með ykkur merki sem ég var að prufa í fyrsta skiptið. Merkið heitir Chelsea Beautique og er nýtt hjá verslununni Deisy Makeup.

Ég prufaði þessar vörur í fyrsta sinn núna í vikunni og var ekkert smá hrifin af þeim strax. Ótrúlega einfaldar í notkun og auðvelt að vinna með þær.

Fyrst langar mig að segja ykkur frá hyljara pennanum. En hann er sérstaklega gerður til þess að skerpa augabrúnirnar eftir að maður hefur sett lit í þær. Það eru tveir litir á pennanum og ekkert smá auðvelt ásetningar. Síðan notaði ég flatan bursta sem er sérstaklega gerður til þess að dreyfa úr farðanum til að móta brúnirnar.

En hægt er að fá þessar vörur í augabrúna setti sem inniheldur allt það sem þarf til að gera fullkomnar augabrúnir, nema litinn sjálfann.

Hægt er að nálgast augabrúnasettið hér

Hér eru litirnir tveir sem eru á pennanum. Nota þann ljósari undir augabrúnina, til að lýsa upp það svæði. Nota þann dekkri til að skerpa augabrúnasvæðið að ofan. Farðinn er mjúkur og er því auðvelt að blanda honum út.

Næst langar mig að segja ykkur frá maskaranum. En hann kom mér virkilega á óvart. Ég var með hann á mér í heilann dag og hann hélst á augnhárunum eins og þegar ég setti hann á mig í hádeiginu sama dag. Hann bæði þykkir og lengir.

Maskarinn kemur í pakka með “fiber” en það er efni sem maður setur á augnhárin áður en maskarinn er settur á. Það á að gefa augnhárunum næringu og sjá til þess að maskarinn haldist á óbreyttur.

Hægt er að nálgast þennan pakka hér

Það sem mér finnst líka mikill kostur við þennan maskara, er að það er auðvelt að ná honum af ef maður klínir honum óvart á augnalokið t.d. Ég er einstaklega dugleg í því.

Ef þú ákveður að splæsa á þig annarri hvorri vörunni, máttu engilega setja inn mynd á instagram og tagga #makeupbysaralinneth og segja mér hvað þér finnst um vöruna!

Þessi færsla er ekki kostuð.

xx

Sara Linneth