Sara Linneth skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Sara Linneth – Festival Inspo

Secret Solstice er íslensk tónlistarhátíð sem verður haldin í þriðja sinn helgina 16-18.júní. Ég hef rosalega gaman að svona hátíðum og hef ég farið öll árin.

Hvað er betra en að hlusta á góða tónlist í góða veðrinu (vonandi!!), með góðra vina hópi. Það sem ég elska líka við svona hátíðir er það að fólk leyfir sér að klæða sig öðruvísi, frjálslegri farðanir og hárgreiðslur.

Eins og þið kannski vitið þá er tíska eitt af mínum helstu áhugamálum, og er ég því farin að pæla dáldið í því sem ég ætla að vera í og hvernig ég vil vera förðuð.

Ég nota pintrest rosa mikið fyrir innblástur og hugmyndir og langar mig að deila með ykkur nokkrum myndum. Og aldrei að vita nema að þær veiti þér einhvern innblástur!

Mjög náttúrlegt og einfalt look, samt mega nett. Elska spennurnar tvær, gera svo mikið.

Sjúkt makeup. Þarf aðeins mattann bleikan augnskugga og bursta!

Sailor hattar hafa verið mikið inn þetta árið. Getur gert svo mikið fyrir heildarútkomuna.

Sjúklega skotin í þessu “off sholder” sniði. Elska líka blómin í hárinu!

90´s sólgleraugu hafa verið að koma sterk inn. Slík eru einmitt á óskalistanum!

Töff buxur og sneakers er búið að vera look sem ég er búin að halda mikið uppá! Sjúklega þægilegt og cool.

Messy fastar fléttur.

Ef það er einhvað sem er tilefni fyrir mikið glimmer, þá er það þessa helgi!

Elska detailið fyrir ofan varirnar!

xx

Sara Linneth