Sara Linneth skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Sara Linneth – Langar að deila með ykkur húðrútínunni minni

Lykillinn af fallegri förðun er góð umhirða húðarinnar. Það skiptir miklu máli að hreinsa húðina vel bæði fyrir og eftir að farði er settur á. Með því að gera það, getur það komið í veg fyrir ýmis húðvandamál.

mynd-6

Ekki má gleyma því að það eru ýmsir aðrir þættir sem orsaka ástand húðarinnar. Eins og  t.d stress og mataræði svo eitthvað sé nefnt. Oft er þó hægt að bæta ástand húðarinnar með því að drekka meira vatn en maður er vanur.

Mig langar að segja ykkur frá því sem ég nota hvað mest þegar kemur að umhirðu húðarinnar

.Vitamin E Hydrating Toner – The Body Shop

mynd-1

Þessi tóner hefur verið í í miklu uppáhaldi hjá mér undanfarið.  Hann gefur húðinni góðan raka og þurrkar hana ekki, en á sama tíma hreinsar hann húðina vel. Ég nota tóner áður en ég set á mig farða og rakakrem. Síðan nota ég hann eftir að ég hef lokið við að þrífa húðin og svo áður en ég set á mig rakakrem.

Tee Tree Squeaky Clean Scrub – The Body Shop

mynd-2

Þetta er andlitsskrúbbur sem djúphreinsar húðina. Ég nota hann svona 1-2 sinnum í viku. Það er mikilvægt að skrúbba á sér andlitið, það hreinsar í burtu  dauðar húðfrumur og kemur í veg fyrir að húðin stíflist. Mér finnst þessi andlitsskrúbbur algjör snilld mér  líður svo feskri og hreinnri eftir notkun Tee Tree er ótrúlega hreinsandi fyrir húðina.

Fresh Cleansing Lotion – Garnier

mynd-3

Ég nota þessa hreinsimjólk til þess að taka af mér allann farðan. Hún er mjög frískandi og mild. Mér finnst þægilegast að láta hreinsinn á andlitið  höndunu og síðan þríf ég hann af mér heitum þvottapoka.

Vitamin E Moisture Cream – The Body Shop

mynd-4

Ég hef talað um þetta rakakrem áður hér á Króm.  Þetta krem er  ótrúlega rakagefandi en á sama tíma er það alls ekki feitt og er fljótt að fara inn í húðina. Ég nota þetta krem á morgnana og á daginn þegar ég er búin í sturtu. Ég nota annað krem fyrir svefninn.

Original Clinic Cream – Decubal

mynd-5

Ég kýs að nota þetta krem fyrir svefninn. Það er mjög feitt og kemur alveg til bjargar þegar veður fer kólandi hér á klakanum. Einnig nota ég það á allann líkamann. En þú getur samt keypt sér andlitskrem frá þessu merki, en það er ekki sama formúla.

Þetta er mín húðrútína og sú sem henntar minni húð. Ég er með mjög venjulega húð, hvorki feita né þurra. Þess vegna mæli ég ekkert endilega með þessum vörum fyrir einstaklinga með feita húð.  Ég er einnig dugleg að nota maska, en ég vel þá eftir því hvernig ástandið á húðinni er hverju sinni.

Eins og þið kannski sjáið þá held ég mikið uppá The Body Shop og Garnier. Langar mikið að prufa aðrar húðvörur en er svo vanaföst . Ætla að deila með ykkur ef ég prufa nýja vöru sem ég fýla alveg í botn!

xx

Sara Linneth