Sara Linneth skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Sara Linneth – Liquid lipstick sem eyeliner!

Undanfarið hef ég verið rosalega skotin í lituðum eyeliner. En ég á bara svartan eyeliner eins og er.

Ég ákvað að prufa að nota liquid lipstick frá Deisy Makeup sem liner og var ég nokkuð sátt með útkomuna.

Augu:

-Byrjaði á að skyggja augun með 35O palettunni frá Morphe (fæst hér)

– Notaði síðan blauta augnskugga frá NYX Cosmetics í litunum “evening spell” og “rose pearl”(NYX Cosmetics fæst í Hagkaup Kringlunni/Smáralind)

– Til þess að gera linerinn, notaði ég liquid lipstick frá Deisy Makeup í litnum “Rós”. Ég notaði bursta nr 23T frá Inglot til þess að gera skarpa línu. (Rós fæst hér, en burstinn fæst í Inglot Kringlunni)

– Í innri augnkrók setti ég síðan pigment frá Mac í litnum Vanilla. (Það fæst í Mac Kringlunni/Smáralind)

– Kláraði síðan augnförðunina með því að setja á mig augnhár frá Social Eyes í týpunni glamorous. (Fást hér)

Húð:

– Born this way farði frá Too Faced (Fæst ekki hér á landi, fékk minn í Sephora)

– LA Girl pro concealer í litnum “medium beige”. (fæst hér)

– Highlight and contour palettuna frá Deisy Makeup. (fæst hér)

– Wonderpowder frá Makeup Store í litnum “kalahari”. (fæst í MUS Smáralind)

– Hola Bronzer frá Benefit Cosmetics. (Fékk minn í Sephora)

– Soft and gentle highlighterinn frá Mac (Fæst í Mac Kringlunni/Smáralind)

– Gingerly, kinnalitinn frá Mac (Fæst í MAc Kringlunni/Smáralind)

Síðan setti ég bara glært gloss á varirnar!

xx

Sara Linneth