Sara Linneth skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Sara Linneth – Mér fannst ég bara þurfa að deila með ykkur þessum augnskuggapalettum!

Mér fannst ég bara þurfa að deila með ykkur augnskuggapalettunum frá DIVA.

Þær koma í tveimur litum. 1F sem hefur bæði shimmeraða og matta augnskugga. Hún er í jarðlitunum og myndi ég segja að hún sé fullkomin fyrir þá sem eru að prufa sig áfram í makeup-inu.

Hér eru nokkrir litir úr 1F palettunni.

Síðan er það 2S, en í henni eru skærir, shimmeraði augnskuggar í appelsínugulum, bleikum og rauðum tónum. Hún inniheldur líka kampavínslitaða liti, en það sem einkennir hana eru þessir skæru litir. Hún er tilvalin fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í makeupinu og fýla að vera með áberandi liti. En áberandi/skærir litir eru gíðalega inn í sumar.

Hér eru nokkrir litir úr 2S palettunni.

Litirnir í palettunni eru mjúkir og pigmentaðir og því er auðvelt að vinna með þá. Og til að fá litinn ýktari, er hægt að bleyta burstann fyrir og eftir að maður dýfir honum í litinn.


Hér er förðun eftir mig, þar sem ég notaði 1F palettuna.


Á þessum tveimur myndum notaði ég 2S palettuna.

Þessa dagana er ég búin að vera sjúklega skotin í bleikum augnförðunum eins og kannski sést.

Vöruna er hægt að fá hjá Deisy Makeup, Borgartúni 29 og einnig er hægt kaupa hana a netinu hér.

Vörurnar fékk ég að gjöf.

xx

Sara Linneth