Sara Linneth skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Sara Linneth – Mínir uppáhalds förðunargúrúar á  Youtube

Ég er rosa dugleg að fylgjast með förðunargúrúum á youtube. Það má segja að það sé eitt af áhugamálum mínum.

Langar að deila með ykkur hverjum ég fylgist hvað mest með.

Ég er ein af þeim sem fylgist grant með þeim á öllum samskiptamiðlum svo það fari ekki framhjá mér þegar þau setja nýtt efni inn.

Jeffree Star

Annaðhvort elskaru Jeffree eða ekki. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér, elska hvað hann er hreinskilinn og öðruvísi. Þessi maður er svo klár og veit svo fáránlega mikið um förðunarvörur. Plús það að hann er sjúklega fyndinn. Ef þú fýlar djarfar farðanir og highlight mæli ég með að þú tjekkir á honum!

Getur fylgst með honum hér.

Manny Mua

Manny er einn af þeim fyrstu sem ég byrjaði að fylgjast með. Sjúklega flinkur og mikill dúlla. Hann og Jeffree eru bestu vinir og eru duglegir að taka upp saman. Þeir eru það fyndnasta, ég allavegana skemti mer konungega þegar ég horfi á þá.

Getur fylgst með honum r.

Jaclyn Hill

Jaclyn Hill, hún er svo flink og FALLEG.

Getið fylgst með henni hér.

Laura Lee

Rosalega flink, eins og þau öl hér að ofan! Góð fyrir byrjendur að fylgjast með.

Getið fylgst með henni her.

Desi Perkins

Ó Desi, svo ótrúlega hæfileikarík og falleg!

Getið fylgst með henni hér.

Nikkie Tutorials

Hún er svo fáránlega góð! Virkilega gaman að fylgjast með henni.

Getið fylgst með henni hér.

Ég læri ótrúlega margt að því að fylgjast með á youtube, ekki bara hvernig er best að gera hlutina, heldur einnig hvaða vörur henta hvaða húðtýpu. Því þau prufa svo margt og segja síðan sína skoðun á vörunum. Einnig fæ ég mikinn innblástur/hugmyndir með því að fylgjast með.

Mæli eindregið með að skoða sig um á youtube ef þú ert að æfa þig og prufa þig áfram í förðun.

xx

Sara Linneth