Sara Linneth skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Sara Linneth – Snilldar vörur fyrir flatt hár

Í kringum jólin 2016 fór ég og lét fjarlægja alla slitna enda og var hárið á mér orðið vel stutt. Síðan þá hef ég sleppt öllu áreiti á hárið og til þess að leyfa því að verða heilbrigt aftur. Ég var semsagt búin að fara mjög illa með hárið á mér, með endalausum skiptingum frá dökku yfir í ljóst. Ég var með einhverja þráhyggju fyrir breytingum og vildi alltaf vera að breyta á mér hárinu.

En loksins er hárið á mér orðið heilbrigt aftur, með sínum náttúrulega hárlit. En ástæðan fyrir því að ég er að deila þessu með ykkur er að hárið á mér er rosalega flatt í rótina og fannst mér það alveg óþolandi. En eftir að ég kynntist þessum vörum, hef ég ekki þurft að láta það fara í taugarnar á mér, þar sem þær gefa rótinni fullkomna lyftingu.  Ég hef verið að nota þessar vörur daglega frá því að ég fékk þér, án þess að vera að ýkja.

Root Boost, Volume: Þessa vöru seturu í hárið á meðan það er blautt og blæst upp úr henni. Það þarf að blása hárið til að fá virkni í efnið sem gefur hárinu lyftingu. Ég blæs hárið á mér ekki oft, en alltaf þegar ég geri það, nota ég þessa vöru.

Dry Texture Spray, Texture: Þessa vöru nota ég daglega. Hún er svo mikil snilld. Áður en ég prufaði hana, var ég farin að nota þurr sjampó í hreint hárið bara til að fá lyftingu. En þessa vöru spreyjar maður í þurrt hárið og sér maður strax mun.

Ef þú ert með flatt hár og langar í smá lyftingu þá mæli ég eindregið með þessum vörum! Þær ættu á fást á öllum þeim hárgreiðslustofum sem eru með Moroccanoil merkið.

Vörurnar voru fegnar að gjöf.

xx

Sara Linneth

Personal IG: saralinneth
Makeup IG: makeupbysaralinneth