Sara Linneth skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Sara Linneth – Mars favorites!

Ég byrja hvern mánuð á því að deila með ykkur uppáhalds vörunum mínum síðastliðin mánuð. Og er nú komið að uppáhalds vörunum mínum í mars.

Ég á rosalega mikið af vörum sem ég held mikið uppá, en sumar vörur nota ég meira annan mánuðinn heldur en hinn.

Oft eru það nýjar vörur sem ég verð strax skotin í, en einnig kemur það fyrir að þetta eru eldri vörur sem ég hef ekki verið að nota neitt af ráði fyrr en að ég gef þeim annan séns og hugsa “hvar hefuru verið allt mitt líf? og afhverju ertu bara búin að vera ofan í skúffu?”.

OPV highlighter-stardust.

Þessi highlighter er svo fallegur kæru lesendur. Þar sem ég er með frekar dökka húð, þá er þessi gyllti/kampavínslitaði litur alveg fullkomin fyrir mig. Ég hef verið að nota hann einnig sem augnskugga og í innri augnkrók. Kemur sjúkleg vel út.
Þið getið nálgast þessa vöru hér.

Vara fengin að gjöf.

The Body Shop-Honey Bronze, liquid bronzing gel.

Þessa vöru nota ég mikið dagsdaglega. Hún gefur fallega, náttúrulega brúnku. Hægt er að nota hana eins og sér, eða yfir farða.
Hægt er að nálgast þessa vöru í The Body Shop, Kringlunni/Smáralind.

MAC-Transparent Finishing Powder.

Glært púður er náttúrulega bara snilld til þess að festa farða. Sniðugt að vera með í veskinu ef maður á það til að glansa mikið. Þetta púður er rosalega létt og hef ég verið að nota það til þess að festa hyljara og á svæðin sem eiga það til að fara að glansa þegar líður á daginn.
Hægt er að nálgast þetta púður í verslunum MAC, Kringlunni/Smáralind.

Deisy Makeup-Daman, liquid lipstick.

Þessi litur er nýr í liquid lipstick línunni hjá Deisy Makeup. Ég er rosalega “picky” þegar að það kemur að liquid lipsticks. Ég þoli ekki þegar þeir fara af í miðjunni, þurrka varirnar mikið eða fara að molna. Ég elska þessa varaliti frá Deisy. Formúlan er létt og er hægt að leika sér með þekjuna á litnum og já, þeir haldast á manni allann daginn!
Þú getur nálgast vöruna hér.

Vara fengin að gjöf.

Daman frá Deisy Makeup. Fullkomin fyrir vorið!

Takk fyrir lesninguna,

xx

Sara Linneth