Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Satay kjúklingasalat: Einfalt og gómsætt

Það sem þú þarft: 

3 kjúklingabringur

Salt og pipar

Rautt Chili

1 krukka Satay sósa

1 poki af spínati

1/2 poki af appelsínugulu Doritos

1/2 rauðlaukur

1 krukka af fetaosti

1 pakki af couscous með sólþurrkuðum tómötum

1 tómatur
1/2 agúrka

 

Aðferð: 

 

1.Byrjið á því að krydda kjúklingabringurnar vel með salti og pipar, skerið svo í strimla.

2.Skerið niður tómatana, agúrkuna, chili-ið, rauðlaukinn og brytjið appelsínugula Doritos-ið.

3.Steikið kjúklinginn og rétt áður en að hann er orðinn tilbúinn hellið krukkunni af Satay sósunni yfir pönnuna og hrærið vel á miðlungshita.

4.Sjóðið couscousið á sama tíma (athugið að það tekur mjög stuttan tíma að verða tilbúið)

5.Hellið spínatinu, agúrkunni, rauðlauknum, tómötunum, fetaostinum, chiliinu og doritosinu í stóra salatskál og hrærið vel saman.

6.Hellið svo couscousinu yfir salatið og kjúklingnum og hrærið öllu saman, gott er að setja smá af olíunni undan fetaostinum yfir til að gera þetta ennþá meira djúsí.