Sigrún Sigurpáls – Jólahreingerningarlistinn minn

Jólahreingerningin hér er listinn minn

Nú þegar styttist í jólin fara margir að huga að jólahreingerningu. Ég er alin upp við það að húsið var tekið gegn fyrir jólin og það var eitthvað einstaklega hátíðlegt þegar mamma byrjaði að taka stytturnar úr hillusamstæðunni og setja þær í bað, tæma alla skápa í eldhúsinu og þrífa þá og taka niður gardínurnar í stofunni og þvo þær. Já hún mamma tekur allt vel í gegn fyrir jólin.

Þannig að ég ætla að deila með ykkur listanum sem ég hef notast við síðan ég byrjaði að búa. Ég hef svo bara bætt á listann eftir þörfum.  Ég byrja í Nóvember svona á stærstu atriðunum en það gerir þetta hver og einn eins og hentar.

Svona allavega virkar þetta vel fyrir mig og mitt heimili. Ég læt svo að sjálfsögðu heimilisfólkið taka þátt í þessu með mér.

Sum þessara atriða geri ég mikið oftar, jafnvel einu sinni í viku en fannst betra að hafa þau með á listanum til að hafa betri yfirsýn og listinn er settur upp eftir því hvernig húsið okkar er.

Þið getið sett upp ykkar eigin lista og tekið atriði úr þessum lista sem á við á ykkar heimili og sleppt öðrum. Já já ég held að þið séuð að skilja hvert ég er að fara með þetta

Kannski finnst einhverjum þetta stórýktur listi en eins og ég segi, ég vil gera mín jólaþrif helst uppá 12!

Eldhús:

 Þrífa ofan af eldhúsinnréttingu

Afþýða frystinn og þrífa hann

Þrífa ísskápinn að innan og utan

Þrífa uppþvottavélina

Þrífa örbylgjuofninn að innan og utan

Þrífa bakaraofninn

Þrífa háfinn og síurnar úr honum

Þrífa eldhúsinnréttinguna að utan og innan.

Taka til í eldhússkápum 

Þrífa ruslaskáp

Þrífa glugga og gluggakistur

Taka niður kúplana af ljósunum og þrífa þá

 

Stofa og borðstofa (liggur saman hjá okkur) 

 Þrífa eldhúsborðið (undir því og fæturna) 

Þrífa eldhússtólana (fæturna líka) 

Ryksuga sófa vel og blettahreinsa ef þarf

Þurrka af hillum og hlutum

Þrífa glugga og gluggakistur

Þurrka af ljósakrónu

Ryksuga og skúra undir sófa

 

Baðherbergi: 

 Þrífa og sótthreinsa vaskana

Þrífa flísarnar á veggjunum

Þrífa og sótthreinsa klósettin

Þurrka af hillum 

Þrífa sturtuna og/eða baðkarið.

Þrífa spegla 

Þrífa framan af innréttingu og þurrka innan úr skápum og skúffum.

Þrífa ljósin

Þrífa glugga og gluggakistur

 

Svefnherbergi:

 Skipta um á rúmum

Ryksuga og skúra undir rúmum

Þurrka af hillum og skápum.

Setja leikföng í uppvottavél (þau sem mega fara í vélina)

Þurrka af öðrum leikföngum.

Þrífa glugga, gluggakistur og þvo gardínur.

Þrífa loftljósin.

Þurrka af náttborðum

Fara í gegnum fataskápa og gefa það sem ekki er í notkun.

(Mæli með Konukoti, Rauða krossinum eða öðrum stöðum þar sem þörfin er mikil) 

 

Sjónvarpsherbergi:

 Þurrka af hillum og skápum

Þurrka af sjónvarpi og fjarstýringum

Þrífa glugga og gluggakistur

Þurrka af gardínum

Ryksuga sófa og blettahreinsa ef þarf

Ryksuga og skúra undir sófa

 

Stigahol:

 Skúra stiga og þrífa á milli þrepanna

Þurrka af stigahandriði.

Þríga gluggann og gluggakistuna.

Þurrka af veggjum.

 

Þvottahús:

 Þrífa þvottavél að innan og utan

Þrífa þurrkarann að innan og utan 

Fara í gegnum skápa og þurrka framan af innréttingu

Þrífa og sótthreinsa vaskinn

Taka grindina úr niðurfallinu og þrífa allt þar ofan í vel.

Þvo þvottakörfur

 Forstofa: 

 Þrífa glugga og útidyrahurð að innan og utan

Ryksuga mottu og hengja hana svo út

Taka skó úr skóskáp og þrífa hann að innan

Fara í gegnum fatahengi ef þar og taka frá það sem er ekki í notkun.

 

 Ég tók reyndar ekki fram þrifin á gólfunum en verandi með 4 börn þá tek ég gólfin mjög reglulega.

Ég mun svo sýna á snappinu mínu (sigrunsigurpals) aðferðirnar sem ég nota við hvert og eitt atriði núna á næstu misserum þegar ég fer í þessi þrif.  Ég er þó búin að mestu með eldhúsinnréttinguna og þvottahúsið. 

Kveðja

Sigrún Sigurpáls