Íris Tara skrifar Flokkað undir Tæki & Tækni.

Skemmtileg ,,öpp” fyrir föndrara og fagurkera

Ég veit að margir okkar lesenda eru miklir fagurkerar þar sem DIY verkefni og föndur hafa verið vinsælar greinar hjá okkur. Ég fylgist vel með bloggum þar sem er verið að föndra og hanna fallega hluti. Ég er því miður ekki nógu dugleg að framkvæma þá sjálf en á svo sannarlega nóg inn á hugmyndamöppu þegar ég fæ tíma til að komast í öll þessu verkefni. Ég nota símann minn mjög mikið (kannski aðeins og mikið), og þá finnst mér gott að eiga öpp sem nýtast mér í hinum ýmsu hlutum í daglegu lífi.

Hérna langar mig að sýna ykkur nokkur skemmtileg öpp sem koma sér að góðum notum fyrir ykkur sem eruð dugleg að föndra.

 

STANLEY LEVEL

 

Af hverju: Hversu oft hefur það komið fyrir að ég ætla að hengja upp mynd, ákveð að bíða þangað til kærastinn kemur heim.. Nokkrum mínútum seinna sé ég svo að ég geti alls ekki beðið í nokkra klukkutíma heldur verður myndin að fara upp akkurat núna….. ! Ég er ekkert sérlega handlægin en kann þó að negla nagla. Þar sem ég nenni ekki að fara í gegnum 3 hæða verkfæratösku til að finna hallamál er þetta app snilld hjálpar þér að hengja upp myndirnar alveg beint á vegginn, jú eða hillurnar eða hvað sem þig langar að fá beint á vegginn.

Fyrir hvaða síma: iPhone

Kostar: Ekki neitt !

CRAFT GAWKER

 

 

Af hverju: Ekki láta þetta leiðinlega nafn eða logo plata ykkur.. Þetta app er æði. Þarna er að finna alveg rosalega margar hugmyndir af skemmtilegum DIY verkefnum og leiðbeiningar með myndum… Ég get alveg skoðað endalaust. Þar er svo hægt að velja sín uppáhalds og geyma fyrir þá daga sem þú ert í stuði fyrir föndur.

Fyrir hvaða síma: iPhone og Android

Kostar: Ekki neitt !

 

PINTEREST

  

Af hverju: Það þarf varla að segja ykkur frá Pinterest, en verðum þó að hafa það með… Fyrir ykkur sem ekki þekkið Pinterest þá er þetta síða þar sem hægt er að pinna áhugaverðum myndum, tenglum, greinum eða hverju sem er af netinu. Þar er hægt að leita undir mörgum flokkum td. DIY & Crafts, undir þeim flokk er svo hægt að nálgast skemmtileg verkefni frá mörgum skemmtilegum síðum en Pinterest sýnir þér mynd sem þú klikkar á og ferð þá yfir á þá heimasíðu þar sem þú getur lesið þig meira til. Það er mjög svo erfitt að koma þessu vel til skila svo ef þið hafið ekki prófað Pinterest mæli eg svo sannarlega með því..

Fyrir hvaða síma: iPhone og Android

Kostar: Ekki neitt !

SNAPGUIDE

                                                

 

Af hverju: Snapguide er mjög svipað og Pinterest. Þetta app er þó meira fyrir föndur og uppskriftir, þetta leiðir þig ekki inn á aðra síðu heldur sýnir þér skref fyrir skref með myndum hvernig þú framkvæmir. Mjög einfalt í notkun og skemmtilegt

Fyrir hvaða síma: iPhone

Kostar: Ekki neitt !

 

WiKiHoW

 

Af hverju: Þarna er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig er best að gera allt mögulegt, Það er bæði hægt að leita eftir flokkum eða skrifa í leit nákvæmlega hvað þú þarft hjálp við.

Fyrir hvaða síma: iPhone og Android

Kostar: Ekki neitt !

ETSY

 

Af hverju: Þetta app er ekki beint til að fá hjálp með föndur, heldur er þetta sölusíða svipuð og ebay nema þarna eru einungis seldar heimatilbúnar/handgerðar vörur. Mér finnst svo ótrúlega skemmtilegt að skoða Etsy, þarna má finna allt á milli himins og jarðar og hægt er að leita eftir flokkum eða skrifa það sem þú ert að leita að í leitar glugga. Ég skoða sérstaklega mikið af skarti og barnafötum, það er hægt að kaupa sér einstakar vörur sem eru ekki í fjöldaframleiðslu í leiðinni styrkt nýja hönnuði. Hef líka keypt æðislegar gjafir á Etsy, það er hægt að sérpanta hjá mörgum söluaðilum og gera gjafirnar persónulegri.

Fyrir hvaða síma: iPhone og Android

Kostar: Ekki neitt !

 

Ef þið vitið um fleiri skemmtileg öpp megið þið endilega senda mér ábendingar !!

App sjúka

Íris Tara